Fara í efni

Ævintýraeyjan

Til baka í söngbók

Ævintýraeyjan

Stefnum í austurátt.
Hið nýja land skal numið brátt.
Leiðir á hanaslag
um okkar efnahag.

Höldum á betri stað
Hér ólykt hefur grasserað.
Nú verða kaflaskil
á þessum hríðarbyl.

Ævintýrin gerast hér, 
með sjálfbært orkuver.
Á Polla-Land Rover.
Þó þú eigir engan að
og ert á vondum stað,
mun eyjan laga það.

Millispil

Hér má allt mögulegt,
bjánalegt og skemmtilegt.
Fáðu þér candyfloss,
því þú ert vinur oss.

Á ævintýraeyjunni
fólk gleymir aldrei bernskunni.
Gulur, rauður, bleikur, blár,
fella gleðitár.

Blár er heiðskýr himininn
og gul er sólin
sem birtir huga þinn.
Bleik eru ilmandi blómin
og rauð fiðrildin
flögra um skóginn.

Hér eru allir vinir
þó séu ei sammála.
Og enginn er að velta fyrir sér
hvort sökkva eigi landi
eða lepja jurtate.

 

Millispil

 

Ævintýrin gerast hér, 
með sjálfbært orkuver.
Á Polla-Land Rover.
Þó þú eigir engan að
og ert á vondum stað,
mun eyjan laga það.

Hér eru allir vinir
þó séu ei sammála.
Og enginn er að velta fyrir sér
hvort sökkva eigi landi
eða lepja jurtate.

Landi eða te

Landi eða te

Landi eða te

Lag: Haraldur F. Gíslason og Guðni Þórarinn Finnsson
Texti: Haraldur F.Gíslason og Heiðar Örn Kristjánsson