Fara í efni

Lok, lok og læs

Til baka í söngbók

Lok, lok og læs

Tveir sex ára strákar sem heita Kalli og Palli eru miklir vinir, en einu sinni fóru þeir samt að rífast og slást.
Palli er miklu grennri og sterkari svo Kalli lagði á flótta.
En Kalli er feitur og seinn að hlaupa svo Palli náði honum strax.
Og hvað gat nú Kalli greyið gert þarna varnalaus á miðri götunni til þess að Palli lemdi hann ekki.
Hann dó ekki ráðlaus en sagði.

Lok, lok og læs og allt í stáli. Lok, lok og læs og allt í stáli.
Lok, lok og læs og allt í stáli. Lokað fyrir Páli.

Ég læt pabba saga stálið. Ég læt pabba saga stálið.
Ég læt pabba saga stálið og opna fyrir Páli

Þá saga ég þína sög í sundur. Þá saga ég þína sög í sundur.
Lok, lok og læs og allt í stáli. Lokað fyrir Páli.

Þá ek ég stórum trukk á stálið. Þá ek ég stórum trukk á stálið.
Þá ek ég stórum trukk á stálið og opna það fyrir Páli.

Þá saga ég gat á dekkið á trukknum. Þá saga ég gat á dekkið á trukknum.
Lok, lok og læs og allt í stáli. Lokað fyrir Páli.

Þá keyri ég með ýtu'á stálið. Þá keyri ég með ýtu'á stálið.
Þá keyri ég með ýtu'á stálið og opna fyrir Páli.

Þú kannt nú ekkert að keyra ýtu. Þú kannt nú ekkert að keyra ýtu.
Lok, lok og læs og allt í stáli. Lokað fyrir Páli.

Þá læt ég Tarzan taka stálið. Þá læt ég Tarzan taka stálið.
Þá læt ég Tarzan taka stálið og opna það fyrir Páli. Jaáá!

Þú kannt nú ekkert að tala við Tarzan. Þú kannt nú ekkert að tala við Tarzan.
Lok, lok og læs og allt í stáli. Lokað fyrir Páli.

Þá læt ég pabba minn tala við Tarzan. Þá læt ég pabba minn tala við Tarzan.
Þá læt ég pabba minn tala við Tarzan. og opna fyrir Páli.

Þá læt ég Bítlana baula á Tarzan. Þá læt ég Bítlana baula á Tarzan.
Lok, lok og læs og allt í stáli. Lokað fyrir Páli.

Ég skal gefa þér boltann minn. Ég skal gefa þér boltann minn.
Ég skal gefa þér boltann minn ef þú opnar fyrir Páli.

Ekkert lok og læs og allt í stáli. Ekkert lok og læs og allt í stáli.
Ekkert lok og læs og allt í stáli. ég opna fyrir Páli.
- En þú verður þá líka að gefa mér boltann þinn.
- Það er allt í lagi. Þetta er nefnilega snjóbolti.

Lag: Breskt þjóðlag
Texti: Ómar Ragnarsson