Fara í efni

Blásarasveitir

Blásarasveitir Tónlistarskólans á Akureyri:

Að jafnaði eru um 70 hljóðfæraleikarar í Blásarasveitum Tónlistarskólans á Akureyri og er þeim skipt í þrjár sveitir eftir aldri og getu. Stjórnendur sveitanna eru Sóley Björk Einarsdóttir (A & C sveit) og Emil Þorri Emilsson (B sveit).

Æfingatíma blásarasveita má finna hér

A sveit



Nemendur byrja í A sveit eftir að grunnfærni hefur verið náð á hljóðfærinu. Oftast eftir eitt ár, jafnvel fyrr - í samkomulagi við einkakennara og hljómsveitarstjóra.

A sveit æfir einu sinni í viku, 60 mínútur í senn.

 

B sveit: 


Eftir 2-3 ár í A sveit fara nemendur í B sveit (flest á aldrinum 10-13 ára).

B sveit æfir einu sinni í viku, 60 mínútur í senn.

C sveit:


Að loknu grunnprófi fara nemendur almennt í C sveit (oft miðað við 13 ára og eldri).

C sveit æfir einu sinni í viku, 90 mínútur í senn.

Flautusamspil Tónlistarskóla Akureyrar

Þar gefst flautunemendum sem eru búnir að ljúka grunnprófi tækifæri að æfa saman.  Æfingar eru ein klukkustund á viku og Petrea Óskarsdóttir er stjórnandi.

Flautusamspil

Farið er náið í að samstilla flautur og hópinn. Lögð er áhersla á samstarf við aðra flautukennara og þeirra nemendur um allt land. Einng hefur verið gott samstarf við Listasafn Akureyrar, þar sem flaurtusamspilið hefur m.a.verið með spunaverkefni tengt myndlistarsýningum. Flautusamspilið hefur unnið til verðlauna í Nótunni og síðast en ekki síst leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt flautunemendum úr Skólahljómsveit Kópavogs.

 

 

Stórsveit Tónlistarskólans - Big Band

Stórsveitin er hljómsveit við skólann sem sérhæfir sig í Jazz/Fönk tónlist. 

Þar sem hún er sérhæfð er ekki pláss fyrir öll blásturshljóðfærin í þessarri sveit. Þar eru helst Trompetar, Saxófónar, Básúnur og rythmasveit. 

Stjórnandi er Michael Weaver

Big Band

Hljómsveitin æfir einu sinni í viku, kemur fram við hin ýmsu tækifæri og setur skemmtilegan svip á skólastarfið.

 

 

Lúðrasveit Akureyrar

Kemur fram á tyllidögum bæjarins, svo sem 17.júní, sjómannadeginum og alþjóðlegum degi verkalýðsins, 1.maí og við hversskonar tilefni.

Lúðrasveit Akureyrar

Starf Lúðrasveitarinnar er samofið starfi blásarasveitanna við Tónlistarskólann. Þetta er mjög hátíðleg sveit þar sem saman koma nemendur úr blásarasveit, big band, grunnsveit og góðir tónlistar-félagar búandi á Akureyri. Til verður öflug lúðrasveit sem marserar um bæinn á tyllidögum og heldur uppi fjörinu. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem hægt er að gera þegar maður spilar í blásarasveit.

Ekki hika við að hafa samband við tónlistarskólann ef þú vilt panta Lúðrasveit Akureyrar til að spila á þínum viðburði. Einnig er hægt að hafa beint samband við stjórnendur blásarasveitanna (soleye@tonak.is, unabjorg@tonak.is).