Fara í efni

Hljóðfærafræði og útsetningar, klassískar

Þrep: 3

Einingar: 3 

Forkröfur: F1, Klassísk tónfræði og tónheyrn 

Lýsing: Nemendur læra um tónsvið hljóðfæra og eiginleika hvers tónsviðs. Skoðað verður hvernig tónskáld í gegnum tíðina hafa blandað saman hljóðfærum og útsett verk sín til að ná fram ákveðnum hljómi og tilfinningu. Nemendur útsetja einföld lög og jafnvel eigin tónsmíðar fyrir litla hópa sem og stærri hljómsveitir. 

Námsmat: Vinna nemenda verður metin reglulega yfir önnina með verkefnum, svo og ástundun og mætingu. Nánar er kveðið á um námsmat í kennsluáætlun