Fara í efni

Upptökur og sjálfsmat

Þrep:1

Einingar: 1

Forkröfur: Miðpróf í hljóðfæraleik eða söng

Lýsing : Áfanginn miðar að því að kenna nemendum að nota sjálfsmat á uppbyggilegan hátt og þroska hæfni þeirra í því að meta eigin stöðu og framfarir á sem hlutlausastan hátt.  Kenndar eru aðferðir til að meta frammistöðu út frá tæknilegum þáttum sem og túlkun og lögð áhersla á að nemendur læri að móta raunsæjar áætlanir í samræmi við stöðu og markmið.  Í áfanganum hljóðrita nemendur tónlist sem þeir eru að vinna með í einkatímum sínum, fá það verkefni að greina upptökurnar með aðstoð kennara og endurhljóðrita og fullkomna verkið í kjölfar umræðna og gagnrýni. Með þessu öðlast nemendur verklega reynslu af krefjandi aðstæðum við hljóðversupptökur, af því að meta eigin frammistöðu og af því að greina verkefni, brjóta niður verkþætti sem og af því að móta og fylgja eftir sundurliðuðum áætlunum um umbætur. 

Námsmat: 

Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat og sjálfsmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.