Fara í efni

Framhaldstónfræði, klassísk

Framhaldstónfræði (F1 og F2) - hljómfræði

Þrep: F1 er á 2. þrepi, F2 er á 3. þrepi

Einingar: 2 / önn

Forkröfur: Miðpróf í tónfræði / F1

Lýsing: Tónfræði í framhaldsnámi er beint framhald af tónfræði miðnáms. Námið skiptist í aðalatriðum í hljómfræði, og tónheyrn sem kennd eru í aðskildum tímum. Í hljómfræði farið í þríhljóma, tengsl þeirra og hljómhvörf. Smám saman er bætt við sjöundarhljómum, aukaforhljómum, aukaminnkuðum hljómum, napólíhljómi, stækkuðum sexundarhljómum og hljómleysingjum. Einnig verður farið í grunn atriði kontrapunkts. Hluti námsins er tónsmíðaverkefni þar sem tónfræði- og hljómfræðiþekkingin er notuð í skapandi verkefni. Námstími er 1,5 klst. á viku í tvö ár; fyrra árið kallast F1 og seinna árið F2.

Námsmat: Tekin eru bæði miðsvetrar- og vorpróf.

Kennsluáætlun F1 hljómfræði - haustönn - vorönn

Kennsluáætlun F2 hljómfræði - haustönn - vorönn