Framhaldstónfræði, rytmísk
Framhaldstónfræði, rytmísk (F1)
Þrep: 2
Einingar: 2
Forkröfur: Miðpróf í rytmískir tónfræði og tónheyrn
Lýsing: Áfanginn miðar að því að nemendur læri að greina og meðhöndla hljóma, ritaða og eftir heyrn, og að þeir þjálfist í meðhöndlun þeirra og virkni. Áhersla er lögð á hlustun og greiningu í tónheyrn er tekur mið af rytmískir hljómfræði, ásamt sértækri nálgun á hljómfræðilega þætti námsins. Áfram verður unnið með undirstöðuatriði rytmískrar tónfræði, hljómfræði og tónheyrn og unnið með ýmiskonar tóndæmi frá mismunandi tónlistarmönnum og tímabilum. Nemendur skulu hafa orðaforða og skilning til að geta tjáð sig um námsefnið í ræðu og riti. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og tileinki sér árangursríka námstækni þar sem þeir nýta þau hjálpargögn sem aðgengileg eru með forritum, á vef eða í bókum.
Námsmat: Tekin eru miðsvetrar- og vorpróf. Nánar er kveðið á um námsmat í kennsluáætlun
Framhaldstónfræði, rytmísk (F2)
Þrep: 3
Einingar: 2
Forkröfur: Framhaldstónfræði og tónheyrn rytmísk (F1)
Lýsing: Áfanginn miðar að því að nemendur læri að greina og meðhöndla flóknari rytmíska hljóma en áður, ritaða og eftir heyrn, og að þeir þjálfist í meðhöndlun þeirra og virkni. Áhersla er lögð á hlustun og greiningu í tónheyrn ásamt sértækri nálgun á hljómfræðilega þætti rytmískrar tónlistar. Nemendur þjálfast í að tileinka sér sérhæfðari orðaforða tengdan námsefninu og skulu geta tjáð hugsanir sína skýrt og óhikað hvort heldur sem er í ræðu eða riti og beita rökum máli sínu til stuðnings. Auknar kröfur eru gerðar til sjálfstæðis nemenda og ætlast er til að nemendur sýni frumkvæði og eigi auðvelt með að afla sér upplýsinga um tiltekin viðfangsefni tengd áfanganum sem og að nýta sér þau hjálpartæki sem þeir þurfa til hljóðfæraleiks/söngs, tónsköpunar og spuna.
Námsmat: Tekin eru miðsvetrar- og vorpróf. Nánar er kveðið á um námsmat í kennsluáætlun