Fara í efni

Hljóðfærafræði og útsetningar, rytmískar

Þrep: 3

Einingar: 3

Forkröfur: F1, rytmísk tónfræði og tónheyrn

Lýsing: Nemendur læra um tónsvið hljóðfæra og eiginleika hvers tónsviðs. Skoðað verður hvernig tónlistarmenn í gegnum tíðina hafa blandað saman hljóðfærum og útsett verk sín til að ná fram ákveðnum hljómi og tilfinningu. Nemendur útsetja einföld lög og jafnvel eigin tónsmíðar fyrir rytmískar hljóðfærasamsetningar.

Námsmat: Vinna nemenda verður metin reglulega yfir önnina með verkefnum, svo og ástundun og mætingu. Nánar er kveðið á um námsmat í kennsluáætlun