Rannsóknarverkefni

Þrep: 3 

Einingar: 5 

Forkröfur: Miðpróf í hljóðfæraleik/söng og tónfræðigreinum 

Lýsing

Áfanginn rannsóknarverkefni er ætlaður nemendum sem hafa áhuga á því að stunda nám við tónlistarrannsóknir eða hafa áhuga á því að nota þær til að styðja við listsköpun sína.  Í áfanganum vinnur nemandinn að einu tónlistartengdu rannsóknarverkefni að eigin vali yfir tvær annir.  Nemandi sem hefur áhuga á því að taka áfangann þarf að leggja fram greinargerð og rökstuðning fyrir vali viðfangsefnis fyrir upphaf haust-, eða vorannar annar og úthlutar umsjónarmaður lokaverkefna honum í kjölfarið viðeigandi leiðbeinanda auk faglegs ráðgjafa sem nemanda er heimilt að leita til um efni og uppbyggingu.  Í upphafi skólaárs aðstoðar leiðbeinandi nemandann við gera rannsóknaráætlun sem kveður á um val rannsóknaraðferðar, drög að uppbyggingu og fylgir síðan framvindu verksins eftir um veturinn í reglulegum samtölum.  Í upphafi prófaviku á seinni önn er verkefnið er lagt fyrir leiðsagnarnefnd sem samanstendur af leiðbeinanda, umsjónarmanni lokaverkefna og ráðgjafa og leggja þeir mat á verkefnið.  Nefndinni er heimilt að samþykkja verkefnið athugasemdalaust en ef hún gerir við hana athugasemdir fær nemandi þær skriflega strax að loknu mati og nýtur svo leiðsagnar við úrbætur sínar fram að kynningu.  Í lok skólaárs eru niðurstöður rannsóknarverkefnisins kynntar á opnum vettvangi og fær nemandi einkunn með umsögn  að henni lokinni.

Námsmat

Einkunnir eru gefnar fyrir verkefnið á skalanum 1 - 10 með munnlegri umsögn en nánar er kveðið á um forsendur einkunnagjafar í skólanámskrá skólans.  Til að ljúka áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5