Fara í efni

Lagasmíðar og ljóðagerð

Þrep: 1., 2. og 3. þrep 

Einingar: 2 einingar á 1. þrepi, 3 einingar á 2. og 3. þrepi 

Forkröfur:  

Lýsing: Námið er einstaklingsmiðað og eru nemendur að fást við ólíkar tónlistar stefnur.  Nemendur eru staddir allt frá því að hafa aldrei samið lag eða ljóð, yfir í að eiga góðan katalóg af efni. Nemendur koma með efni sem þeir eru að semja og spila fyrir kennara og samnemendur, ýmist í eigin flutningi eða upptökur. Rætt er saman um hugmyndir að útfærslum og útsetningum, gefin eru komment og reynt er að leysa úr stíflum og flækjum. Einnig spila nemendur lög hver annars og þróa lagið þá í sameiningu. Kennt er í 3-4 manna hópum. 

Námsmat: Ástundun, virkni og verkefnaskil. Nánar er kveðið á um námsmat í kennsluáætlun.