Skólastefna

Eftirfarandi er úr reglugerð fyrir tónlistarskólann á Akureyri :

Tónlistarskólinn á Akureyri stefnir að því að hér á Akureyri verði mikil almenn þekking og áhugi á tónlist. Og..

 • Að skólinn skili frá sér áhugasömum og metnaðarfullum tónlistariðkendum sem auðgi og bæti bæjarlífið.
 • Að skólinn veiti góðan undirbúning fyrir háskólanám í tónlist.
 • Að lögð verði mikil áhersla á íslenska tónlist í starfi skólans.
 • Skólinn stefnir að því að mæta þörfum nemenda miðað við getu.

   

Skólinn stefnir að því að vera með fjölbreytt námsframboð og vera í fararbroddi tónlistarskóla hvað varðar kennsluhætti, námsárangur, aðbúnað, líðan og þróunarstarf.

Leið til að ná þessari sýn er:

 • Að annast kennslu í hljóðfæraleik og söng ásamt kennslu í öðrum tónlistargreinum, sem gert er ráð fyrir í námsskrám tónlistarskólanna.
 • Að búa nemendum fjölbreytt skilyrði til að þroska tónlistarhæfileika sína og sköpunargáfu.
 • Að leggja áherslu á félagslegt gildi tónlistariðkunar með þátttöku nemenda í samleik, kór- og hljómsveitarstarfi
 • Að búa nemendur undir framhaldsnám í tónlist.
 • Að gera fullorðnum kleift að auðga tómstundir sínar með tónlistariðkun.
 • Að styðja kennara skólans til tónleikahalds.