Fara í efni

Skólinn okkar

Hljómsveit Akureyrar

Tónlistarskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1946 og er einn elsti og rótgrónasti tónlistarskóli landsins. Skólinn hefur tekið töluverðum breytingum í gegn um tíðina og er nú staðsettur í Menningarhúsinu Hofi á Strandgötu 12.  Við skólann starfa um 40 fagmenntaðir kennarar sem kenna um 400 nemendum að leika á ýmis hljóðfæri, söng sem og fjölbreyttar tónfræðigreinar. Auk þess að kenna byrjendum upp á fyrsta flokks tónlistarnám með fjölbreyttum kjarnafögum er ein af megin stoðum skólans að bjóða upp á tónlistarnám á framhaldsstigi með allri þeirri þjónustu sem því fylgir. Skólinn býður upp á öflugt hljómsveitastarfi og fjölbreytt bóklegt nám sem er með því besta sem gerist á landinu. 

SÖNGVAFLÓÐTónlistarskólinn vinnur í nánu samstarfi við grunnskólana í bænum. Kennarar skólans kenna Söngvaflóð, forskóla og tónæði innan veggja grunnskólanna auk þess að bjóða upp á hljóðfæranám í grunnskólunum á skólatíma. 

Stjórnendur TA leggja áherslu á það að dyrnar séu ávallt opnar fyrir áhugasama nemendur hvort sem er fyrir æfingar eða aðra starfsemi. Ef nemendur hafa áhuga á því að nýta sér húsnæði skólans utan opnunartíma geta þeir óskað eftir því að fá nemendalykil, gegn vægu gjaldi sem þeir fá endurgreitt að mestu er þeir skila lyklinum í lok skólaársins.

 

Opnunartími skrifstofu: mánudaga-föstudaga kl. 08:00 - 16:00

Símanúmer: 460 1170. netfang skólans: tonak@akureyri.is

Ritari er Ágústa Ólafsdóttir

Skólastjóri er Hjörleifur Örn Jónsson

Aðstoðarskólastjóri er Una Björg Hjartardóttir

Deildarstjóri er Heimir Bjarni Ingimarsson