Fara í efni

Aukahljóðfæri/söngur

Þrep: 1 

Einingar: 1 

Lýsing: Nám á annað hljóðfæri en aðalhljóðfæri eykur skilning nemenda á ólíkum gerðum hljóðfæra. Áfanginn er verklegur og einstaklingsmiðaður þar sem nemandi sækir einkatíma í hljóðfæraleik/söng. Áfanginn miðar að því að nemendur læri að spila/syngja ólíka tónlistarstíla og þjálfist í tækni og líkamsbeitingu til að ná sem bestri færni.  Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og tileinki sér árangursríka námstækni.  

Námsmat: Nemandinn setur sér námsmarkmið til að vinna að á hverri önn, með aðstoð frá söngkennara sínum. Nemendur geta valið um að koma fram á tónleikum, taka áfangapróf eða tónleikapróf í lok annar, eða að sýna fram á með öðrum hætti að markmiðum annarinnar hafi verið náð.