Fornám

ForskóliForskóli: 

Forskólinn er ætlaður nemendum í 1. og 2. bekk grunnskólanna. Kennsla Forskóla 1 fer fram í húsnæði grunnskólanna strax að loknum skóladegi, milli kl. 13.00 og 13.30 en Forskóli 2 er kenndur í tónlistarskólanum í Hofi. Takmarkaður fjöldi er í hverjum hópi og eru tímarnir 45 mínútur. 

Megin markmið með tónlistarforskóla Tónlistarskólans á Akureyri er að vekja áhuga nemendanna á tónlist almennt og veita þeim grunnþjálfun í tónlistariðkun. Námið gengur útá söng, hreyfingu, hlustun og leiki. Einnig verða notuð skólahljóðfæri og blokkflauta. 

TónæðiTónæði: 

Í Tónæði eru stigin fyrstu skrefin í tónfræðanámi við Tónlistarskólann. 
Námið er byggt upp á leik, söng og hreyfingu og er mikil áhersla lögð á það að koma til móts við áhuga, þroska og þarfir nemendanna.  Þeir nemendur úr 3. bekk sem eru skráðir til náms í Tónlistarskólanum á Akureyri hefja sjálfkrafa nám í Tónæði en einnig er hægt að sækja sérstaklega um Tónæðinámið á umsóknarvef Tónlistarskólans á Akureyri.   Megin markmið með tónæðikennslunni er að veita nemendum grunnþjálfun í tónlistariðkun og kynna fyrir þeim undirstöðuatriði í tónfræði og tónheyrn. 

HringekjaHljóðfærahringekja:
Hljóðfærahringekjan er í boði fyrir nemendur í 3. og 4. bekk grunnskólanna. Kennt er í hóptímum eftir grunnskólatíma í húsnæði tónlistarskólans í Hofi.  
Tímanum er skipt niður í 2 X 30 min. þar sem nemendur byrja á því að kynnast tónlist með hlustun, taktæfingum, dansi, leikjum og söng. Seinni 30 mín. fara nemendur til hljóðfæra kennara sem mun kynna fyrir þeim undirstöðuatriði í hljóðfæraleik.