Forskóli

Forskólinn er ætlaður nemendum í 1. og 2. bekk grunnskólanna. Kennslan fer fram í húsnæði grunnskólanna strax að loknum skóladegi, milli kl. 13.00 og 13.30. Takmarkaður fjöldi er í hverjum hóp og eru tímarnir 45 mínútur.

 

Námið gengur mikið útá söng, hreyfingu, hlustun og leiki. Einnig verða notuð skólahljóðfæri og blokkflauta.

Námsskrá fyrir Forskólann :

Meginmarkmiðin með tónlistarforskóla Tónlistarskólans á Akureyri eru:

 • að vekja áhuga á tónlist almennt,
 • að veita nemendum grunnþjálfun í tónlistariðkun,
 • að búa þá sem áhuga hafa undir hljóðfæranám.

 

Undirmarkmið:

 • Að loknu eins árs námi í tónlistarforskóla  skulu nemendur hafa náð eftirfarandi markmiðum: (Miðað er við að 6- 8 nemendur í hóp fái 45 mínútur á viku).

Viðhorfa markmið:

 • Nemendur hafi jákvætt viðhorf til tónlistar, geri sér grein fyrir gildi hennar í daglegu lífi og geti nýtt hana sér til ánægju og yndisauka.

Þekkingarmarkmið:

·         Nemendur þekki eftirfarandi tóna, nótnagildi og þagnir:

 • g´- d´´ á nótnastreng í G-dúr, heil-, hálf-, fjórðaparts- og áttundapartsnótur ásamt fjórðapartsþögn. Kunni að nota taktmál.  (Ta, títí o.s.frv.)
 • Þekki hugtökin bjart eða skært (hátt) dimmt, (djúpt) hratt, hægt, sterkt, veikt, minnkandi styrkur, vaxandi styrkur og helstu blæbrigði eins og glaðlegt og dapurlegt.
 • Þekki táknin G-lykil, taktstrik, lokastrik, endurtekningarmerki, f, p og táknin fyrir cresc og dim.
 • Geti greint einföld form t.d. ABA og AABA eftir heyrn.
 • Nemendur þekki helstu hljóðfæraflokka af myndum og eftir heyrn.

 

Leiknimarkmið:

Söngur:

 • Nemendur geti sungið lög á takmörkuðu tónsviði áreynslulaust.

 

Skólahljóðfæri og aðrir hljóðgjafar:

 • Nemendur geti spilað púls, hryn og einföld þrástef og geti ennfremur beitt mismunandi hraða, styrkleika og blæbrigðum.

 

Blokkflauta:

 • Nemendur haldi rétt á hljóðfærinu og blási rétt. (Noti tunguhreyfingu).
 • Nemendur geti spilað einföld lög í G-dúr á tónsviðinu g´- d´´

 

Hreyfing:

 • Nemendur geti túlkað mismunandi hraða, styrk, tónhæð og blæbrigði.
 • Geti gengið púls og klappað hryn.

 

 

Námsefni:

 

Flautað til leiks 1. Hefti eftir Michael J. Clarke og Sigurlínu Jónsdóttur

Karnival dýranna, tónlist og spil, tónlist eftir C.Saint-Saëns, spil eftir Lindu Sigfúsdóttur

Pétur og úlfurinn, tónlist og spil, tónlist eftir S. Prokofiev, spil eftir Lindu Sigfúsdóttur

Maxímús eftir Hallfríði Ólafsdóttur og Þórarinn Má Baldursson

Forskólinn eftir Guðfinnu Guðlaugsdóttur og Þórunni B. Sigurðardóttur

Það var lagið eftir Elfu Lilju Gísladóttur, Helgu Loftsdóttiu, Kristínu Valsdóttur og Lindu Margréti Sigfúsdóttur.