Fara í efni

Fornám

Forskóli

Forskólinn er ætlaður nemendum í 1. og 2. bekk grunnskólanna. Kennsla Forskóla er mánudaga og þriðjudaga og fer fram í tónlistarskólanum í Hofi. Takmarkaður fjöldi er í hverjum hópi og eru tímarnir 45 mínútur.  Megin markmið með tónlistarforskóla Tónlistarskólans á Akureyri er að vekja áhuga nemendanna á tónlist almennt og veita þeim grunnþjálfun í tónlistariðkun. Námið gengur útá söng, hreyfingu, hlustun og leiki. Einnig verða notuð skólahljóðfæri og blokkflauta.

Hljóðfærahringekja

Hljóðfærahringekjan er í boði fyrir nemendur í 3. og 4. bekk grunnskólanna. Kennt er í hóptímum eftir grunnskólatíma í húsnæði tónlistarskólans í Hofi.  Tímanum er skipt niður í 2 X 30 min. þar sem nemendur byrja á því að kynnast tónlist með hlustun, taktæfingum, dansi, leikjum og söng. Seinni 30 mín. fara nemendur til hljóðfæra kennara sem mun kynna fyrir þeim undirstöðuatriði í hljóðfæraleik.Tónæði

Námsmat 

Nemendur í forskóla fá ekki hefðbundið námsmat en kennarar senda nemendum umsögn tvisvar á önn. Hringekju lýkur með tónleikum í desember og maí en ekki er veitt umsögn fyrir nám vetrarins sem hefur það að aðalmarkmiði að kynna ólík hljóðfæri fyrir ungum nemendum til að þau geti valið sér hljóðfæri sem hentar þeirra áhugasviði.Forskóli