Fara í efni

Þjóðlagatónlist

Þrep: 1. 

Einingar: 2

Forkröfur: Grunnpróf í tónfræði og hljóðfæraleik/söng

Lýsing: Í áfanganum kynnast nemendur grundvallareinkennum þjóðlagatónlistar frá ýmsum löndum, s.s. munnlegri geymd, skráningu, flutningsmáta og hlutverki í samfélagi manna í tímans rás. Áfanginn leggur áherslu á að nemendur læri að syngja og/eða spila Íslenska þjóðlagatónlist og taki meðvitaðar og ákvarðanir um túlkun tónlistarinnar grundvallaðar á þekkingu. Einnig verður bragarháttum rímna gerð skil og nemendur fá tækifæri til að spreyta sig á ljóðagerð.

Námsmat: Vinna nemenda verður metin reglulega yfir önnina með verkefnum, svo og ástundun og mætingu.

Sjá nánar í kennsluáætlun