Fara í efni

Heimstónlist (haustönn)

Þrep: 1 

Einingar: 2 

Forkröfur: Miðpróf í hljóðfæraleik/söng og tónfræðigreinum 

Lýsing: Nemendur læra um einkenni þjóðlagatónlistar og hljóðfæri annarra landa, (s.s. flutningsmáta, tilgang, tónamál og taktmál) verklega (með því að spila, syngja og dansa tónlistina) og bóklega. Einnig er fjallað um hefðbundin skráningarkerfi tónlistarinnar versus vestræna nótnaskrift og menningarsöguna sem liggur að baki tónlistinni. 

Námsmat: Vinna nemenda verður metin reglulega yfir önnina með verkefnum, svo og ástundun og mætingu. Nánar er kveðið á um námsmat í kennsluáætlun