Fara í efni

CVT söngtækni

CVT söngtækni 1a (haustönn)

Þrep: 1.

Einingar: 2

Lýsing: Kynnt eru undirstöðuatriði heilbrigðrar raddbeitingar eftir „Complete Vocal Technique“ kerfinu, óháð tónlistarstílum og stefnum. Farið er í undirstöðuatriði í söng þ.e. „grunnatriðin 3“ og „4 gíra raddarinnar“. Áhersla er lögð á að nemandinn fái góðan skilning á fræðilegu hlið söngtækninnar í gegnum söng. Nemandinn stjórnar sjálfur lagavali með aðstoð kennara ef með þarf. Unnið er eftir CVT tækninni þar sem kennslan miðar að raddheilbrigði óháð tónlistarstílum. Á kynningu flytja nemendur 1 - 2 sönglög með undirleik.

Að námskeiði loknu á nemandinn að hafa fengið grunnþekkingu á líffræði og virkni raddarinnar og hafið þjálfun í að nota röddina á heilbrigðan hátt.

Námsmat: Virkni nemandans í tímum, undirbúningur, vinnubrögð og vinna í kringum kynningu. Sjá nánar í kennsluáætlun.

 

CVT söngtækni 1b (vorönn)

Þrep: 1

Einingar: 2

Forkröfur: CVT söngtækni 1a

Lýsing: Á þessari önn er raddtæknilegur grunnur styrktur enn frekar og áhersla lögð á heilbrigði raddar. Farið er í gegnum raddlit og effecta og þá möguleika sem fylgja því að bæta þeim ofan á heilbrigða raddbeitingu. Nemandinn er hvattur til að prófa ólíka hluti með röddina og lærir að vinna sjálfstætt og af ábyrgð með eigin rödd. Nemandinn stjórnar sjálfur lagavali með aðstoð kennara ef með þarf. Áfram er unnið eftir CVT tækninni þar sem kennslan miðar að raddheilbrigði og er óháð tónlistarstílum. Á kynningu flytja nemendur 1 - 2 sönglög með undirleik. Að námskeiði loknu á nemandinn að hafa öðlast enn dýpri skilning, í gegnum ”Complete Vocal Technique” tæknina, á því hvernig röddin virkar. Nemandinn á að vera farinn að prófa sig áfram með möguleika og þanþol raddarinnar.

Námsmat: Virkni nemandans í tímum, undirbúningur, vinnubrögð og vinna í kringum kynningu.

 

CVT söngtækni 2a (haustönn)

Þrep: 2. þrep

Einingar: 3

Forkröfur: CVT söngtækni 1b

Lýsing: Aðaláhersla er lögð á að nemandinn læri að þekkja sína rödd, bæði hvað varðar möguleika og takmarkanir. Unnið er að því að slípa þá tækni sem búið er að byggja upp með áherslu á heilbrigða raddbeitingu og túlkun. Nemandinn er hvattur til að ögra sjálfum sér í lagavali með ólíkum sönglögum sem byggja upp söngröddina og auka úthald og blæbrigði. Unnið er með samspil, tækni og túlkunar. Nemandinn stjórnar sjálfur lagavali með aðstoð kennara ef með þarf. Áfram er unnið eftir CVT tækninni þar sem kennslan miðar að raddheilbrigði óháð tónlistarstílum. Á kynningu flytja nemendur 1 - 2 sönglög með undirleik.

Að námskeiði loknu á nemandinn að vera kominn með haldbæran skilning á eigin rödd í gegnum markvissa þjálfun, vera farinn að þekkja „gíra“ raddarinnar og geta notað ólíkan raddlit.

Námsmat: Virkni nemandans í tímum, undirbúningur, vinnubrögð og vinna í kringum kynningu. Sjá nánar í kennsluáætlun

 

CVT söngtækni 2b (vorönn)

Þrep: 2. þrep

Einingar: 3

Forkröfur: CVT söngtækni 2a

Lýsing: Unnið er að því að nemandinn læri að vinna enn betur með styrkleika og takmarkanir sinnar raddar. Hann lærir að bera ábyrgð á sinni rödd og raddheilbrigði. Áfram er unnið er að því að slípa þá tækni sem búið er að byggja upp og áherslan sett yfir á að nemandinn finni sín einkenni/sérkenni sem söngvari. Nemandinn er áfram hvattur til að ögra sjálfum sér í lagavali með ólíkum sönglögum sem byggja upp söngröddina og auka úthald og blæbrigði. Nemandinn stjórnar sjálfur lagavali með aðstoð kennara ef með þarf. Áfram er unnið eftir CVT tækninni þar sem kennslan miðar að raddheilbrigði óháð tónlistarstílum. Á kynningu flytja nemendur 1 - 2 sönglög með undirleik.

Að námskeiði loknu á nemandinn að vera kominn með góða stjórn og þekkingu á rödd sinni, farinn að þekkja sín takmörk og styrkleika. Hann á að hafa þekkingu til að umgangast rödd sína af ábyrgð auk þess að hafa kynnst sérstöðu sinnar eigin söngraddar.

Námsmat: Virkni nemandans í tímum, undirbúningur, vinnubrögð og vinna í kringum kynningu.