Fara í efni

Complete Vocal Technique 2a

Complete Vocal Technique - CVT 2a                                                                                    

Haustönn 2018

Kennari: Þórhildur Örvarsdóttir

Forkröfur: CVT 1b

Hæfniþrep: 2

Einingar: 2

Áfangalýsing:

Nemendum halda áfram að læra um aðferðir og undirstöðuatriði í “Complete Vocal Technique” söngtækninni. Hún byggir á nokkrum grunnþáttum í raddbeitingu sem í mismunandi samsetningum ná til allra stíltegunda, allt frá klassískum söng til þungarokks. Kennt er bæði í gegnum bóklega og verklega tíma, þ.e. fyrirlestra og masterclass.

Í fyrirlestrunum verður áfram farið í gegnum CVT bókina og farið dýpra í  aðferðfræðina auk þess sem áhersla er lögð á aukna færni í hlustunargreiningu. Farið er betur í raddlit og effecta, nemendur fá þjálfun í að greina eigin raddir og annara og kynnast hugmyndum um þéttleika raddar. Mikil áhersla er lögð á að söngvarinn læri að þekkja sína rödd og taki ábyrgð á eigin raddheilsu.

Í masterclass er unnið með söng og túlkun. Þar gefst tækifæri til að vinna músíkalskt með fraseringar og túlkun auk þess sem hægt er að  prófa þá tæknilegu þætti sem farið er í gegnum á fyrirlestrum.

Námsmarkmið:

Þekking:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • 3 grunnatriðum Complete Vocal Technique aðferðarinnar.
  • Grunnhugtakanotkun CVT aðferðarinnar
  • Grunnvirkni raddstillinganna fjögurra; Neutral, Curbing, Overdrive og Edge í ólíkum þéttleika (density).
  • Grunnvirkni raddlits og effecta

Leikni:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Nota grunnhugtök CVT aðferðarinnar.
  • Vinna með CVT bókina og/eða smáforritið við æfingar.
  • Hlustunargreina einföld atriði CVT tækninnar hjá sjálfum sér og öðrum.
  • Æfa raddstillingar, raddlit og effecta.

Hæfni:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Nota 3 grunnatriðin sem undirstöðu í æfingum og söng.
  • Geta notað raddstillingarnar á heilbrigðan hátt í söng.
  • Geta notað raddlit og effecta að einhverju marki í söng
  • Gera tilraunir með eigin rödd á skynsaman, ábyrgan og heilbrigðan hátt.

Námsgögn:

Complete Vocal Tecnique smáforritið eða bókin Complete Vocal Tecnique eftir Cathrine Sadolin (útgáfa 2012 eða seinna) og tónlist að vali nemenda.

Námsmat:

 
Námsmatsþáttur Lýsing námsmatsþáttar    Vægi
Mæting og þáttaka Gerð er krafa um að nemendur séu með 80% mætingu í áfanganum og taki virkan þátt í umræðum og masterclass.     50%
Vinnudagbók Nemendur skili vinnudagbók með yfirliti yfir vinnu, undirbúning og æfingar vetrarins  15%
Greinargerð  Í lok áfangans skila nemendur greinargerð þar sem þeir fara yfir námsþætti vetrarins og þeirra eigin upplifun á þeim.          15%
Kynning  (söngur eða tækni) Nemendur (einir eða í litlum hópum) annað hvort flytji 1-2 lög eða taki fyrir eitthvað tæknilegt atriði og kynni fyrir hópnum.  20%

                                                                                     

Námsáætlun:

Kennsluvikur Viðfangsefni og undirbúningur 
12. september Kynningarfundur - Staður: Bókasafn
19. september Frí vegna endurmenntunar kennara í CVI
26. september Raddstillingarnar 4, raddskema fyllt út.  Undirbúningur: Engin sérstakur undirbúningur fyrir þennan tíma. 
26. september Raddstillingarnar 4, raddskema fyllt út.  Undirbúningur: Engin sérstakur undirbúningur fyrir þennan tíma.   
3. október Masterclass, stílar og túlkun. Undirbúningur: Nemendur komi með lag til að æfa/flytja í tímanum og hafi með sér undirleik. 
10. október  Fyrirlestur, Raddlitur. Undirbúningur: CVT bókin, kaflinn Sound Colour bls. 158-176, undirbúa línu/frasa til að vinna með.
17. október  Uppbrot á kennslu – útfærsla tilkynnt síðar
24. október Masterclass, Tækni og beiting. Undibúningur: Nemendur komi með lag til að æfa/flytja í tímanum og hafi með sér  undirleik.
31. október Fyrirlestur, Effectar. Undirbúningur: CVT bókin, kaflinn Effects bls. 177- 215, undirbúa línu/frasa til að vinna með.
7. nóvember Masterclass, stílar og túlkun. Undirbúningur: Nemendur komi með lag til að æfa/flytja í tímanum og hafi með sér undirleik.
14. nóvember Fyrirlestur, Density, transition between the modes og golden exercises. Undirbúningur: HELST AÐ NOTA APPIÐ „TRANSITIONS BETWEEN THE MODES“ (CVT bókin, kaflinn An introduction to the 4 Vocal Modes bls. 128-151) og undirbúa línu/frasa til að vinna með.  
21. nóvember Masterclass, Tækni og beiting. Undibúningur: Nemendur komi með lag til að æfa/flytja í tímanum og hafi með sér undirleik.
28. nóvember Fyrirlestur, hlustunargreining (Auditive Analysis). Undirbúningur: Upprifjun á The Vocal Modes og Soundcolour, undirbúa línu/frasa til að vinna með.
5. desember Masterclass, stílar og túlkun. Lokaskil á vinnudagbók og greinargerð. Undirbúningur: Nemendur komi með lag til að æfa/flytja í tímanum og hafi með sér undirleik.
12. desember Jólagleði - kynning:  1-2 lög/tæknikynning

 

Réttur til breytinga á þessari námsáætlun er áskilinn