Fara í efni

Tónsmíðar, klassískar

Þrep: 3

Einingar: 5

Forkröfur: F1, framhaldstónfræði, klassísk

Lýsing: Nemendur læra að skilja og notafæra sér tónsmíðatækni, form og tónlistarframvindu klassískra tónskálda í gegnum tíðina með því að semja tónlist í ákveðnum tónlistarstílum frá klassíska tímabilinu til atónal og 12-tóna tónsmíða 20. aldar. Hljóðfærafræði og útsetningar koma inn í námið er nemendur skrifa tónlist fyrir einleikshljóðfæri og kammerhópa. Kennslan fer fram í einkatímum og í litlum hópum.

Námsmat: Ástundun, mæting og verkefnaskil.