Fara í efni

Masterklass og prufuspilsþjálfun, rytmískt

Þrep: 2. og 3. þrep

Einingar: 1

Forkröfur: Miðprófi í hljóðfæraleik/söng

Lýsing: Nemendur sækja námskeið hjá atvinnu tónlistarmönnum, m.a. í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Tónlistarfélag Akureyrar. Þeir fá æfingu í að koma fram sem einleikarar og þjálfun og upplýsingar um hvernig eigi að bera sig að í prufuspilum. Nemendur öðlast reynslu í túlkun á ólíkum tónlistarstílum rytmískrar tónlistar, fá aukið öryggi í framkomu og flutningi á rytmískri tónlist og öðlast hæfni í að undirbúa sig fyrir prufuspil.

Námsmat: Þátttaka nemenda í námskeiðinu er metin sem og ástundun þeirra yfir önnina.