Fara í efni

Strengjasveitir

Stengjasveitir Tónlistarskólans á Akureyri

Tæplega 70 nemendur leggja stund á strengjanám við Tónlistarskólann á Akureyri og tilheyra margir þeirra einnig Suzukideildinni. Starfræktar eru þrjár strengjasveitir, en auk þess taka nemendur þátt í ýmiskonar samspili. Sveitirnar taka reglulega þátt í ýmsum samstarfsverkefnum bæði innan skóla og utan. Má þar nefna Strengjamót annað hvert ár, æfingaferðir til útlanda osfrv. 

Æfingatíma strengjasveita má finna hér.

Strengjasveit 1

Strengasveit 1 er ætluð nemendum sem hafa nýlega hafið nám á strengjahljóðfæri, en hafa þó náð allgóðu valdi á  hljóðfæri sínu og nótnalestri.   Strengjasveit 1 æfir á þriðjudögum kl. 14:30 - 15:30.

Stjórnandi er Tomasz Kolosowski

Strengjasveit 2

Strengjasveit 2 er skipuð nemendum sem eru komin nokkuð áleiðis í grunnstigi og byrjun á miðstigi. Æfingar eru á miðvikudögum kl. 15:00 - 16:30 í Hömrum

Stjórnandi er Eydís S. Úlfarsdóttir.

Strengjasveitir

Strengjasveit 3

Strengjasveit 3 er skipuð lengst komnu strengjanemendum skólans og er hluti þeirra einnig á Tónlistarbraut MA.   Æfingar eru á miðvikudögum kl. 17:00 - 19:00

Stjórnandi er Eydís S. Úlfarsdóttir.

Suzukihópar

Suzukihóptímar í deildinni eru vikulega og tímasetningar má sjá hér.

Stjórnendur suzukihóptíma eru:

  • Tomasz - Suzuki fiðlur 1 og 2a.
  • Marcin - Suzuki fiðlur 3.
  • Magna - Suzuki fiðlur - krílahópur.
  • Eydís - Suzuki víólur.
  • Ásdís - Suzuki selló.
  • Lidia - Suzuki píanó.

Um undirleik í hóptímum sér Lidia

Sellókór

Sellókór Akureyrar hóf æfingar haustið 2021. Hópurinn fæst við að leika raddaðar útsetningar fyrir sellókór. Viðfangsefnið er alls konar tónlist gömul og ný og miðað er við að allir fái verkefni við hæfi. Í kórinn eru velkomnir allir sem elska selló, eru “sellófan” eins og við segjum. Núverandi félagar hafa sumir lokið framhaldsprófi í sellóleik, aðrir hafa lært skemur og einhverjir ekki snert selló í áratugi. Sellókórinn er vettvangur fyrir þá sem eiga rykfallið selló sem liggur heima í pokanum en langar til að fá að hljóma en einnig þá sem eru í hörkuformi og vilja gera eitthvað félagslegt með sellóið. Fyrir jól fór kórinn í heimsókn í Kristnes og lék fyrir vistmenn. Það er markmið kórsins að fara út í samfélagið eftir hentugleikum og dreifa gleði og ljúfum sellótónum sem víðast.

Kórinn æfir á fimmtudögum kl 18-19 í Lundi sem er á 2. hæð í Hofi.