Fara í efni

Tónbókmenntir, klassísk tónlist

Þrep: 3

Einingar: 3

Forkröfur: F1, klassísk

Lýsing: Nemendur kryfja tónlist helstu snillinga klassísku tónlistarsögunnar. Dregin eru fram helstu einkenni ákveðins tónlistarstíls og/eða tónskálds með tilliti til forms, laglína, hljómanotkunar, hljóðfæra og útsetninga. Viðfangsefni áfangans eru mismunandi eftir árum og önnum.

Námsmat: Ástundun, mæting og verkefnaskil. Nánar er kveðið á um námsmat í kennsluáætlun.