Námið

Námsskipulagið í hnotskurn.

Tónlistarskólinn á Akureyri kappkostar að mæta þörfum og óskum nemenda sinna eftir því sem frekast er kostur en í skólanum er boðið upp á einstaklingsmiðað nám þar sem þarfir hvers og eins eru hafðar í fyrirrúmi. Í skólanum er hægt að stunda rytmískt og klassískt nám með öflugu hljómsveitastarfi í samræmi við aðalnámsskrá tónlistarskólanna auk náms í elstu Suzukideild landsins.


Auk Suzukideildarinnar skiptist skólinn í fjórar deildir en það eru grunndeild, klassísk deild, ritmísk deild og skapandi tónlist.