Námið

Tónlistarskólinn á Akureyri kappkostar að mæta þörfum og óskum nemenda sinna eftir því sem frekast er kostur en í skólanum er boðið upp á einstaklingsmiðað nám þar sem þarfir hvers og eins eru hafðar í fyrirrúmi.

Í skólanum er hægt að stunda nám í elstu Suzukideild landsins, rytmískt og klassískt nám samkvæmt aðalnámsskrá tónlistarskólanna og einnig á námsleiðinni Skapandi tónlist, en þar er lögð áhersla á að nemendur skilgreini tónlistarverkefni sem þeir stefna að í lok hvers námsárs.

Í samstarfi við Menntaskólann á Akureyri bíður Tónlistarskólinn upp á námsleið til stúdentsprófs þar sem nemendur geta læra klassíska tónlist, rytmíska tónlist eða Skapandi tónlist sem sitt aðal fag. Námsleiðin er kjörnámsbraut með sérhæfingu í tónlist.