Námið

Hér fyrir neðan er hægt að finna upplýsingar um þær námsleiðir sem eru í boði í skólanum en þær eru Klassísk Tónlist, Rytmísk Tónlist, Skapandi Tónlist og Suzukiaðferð auk þess sem skólinn býður nemendum upp á námsleiðir til stúdentsprófs fyrir nemendur sem hafa sett stefnuna á að leggja fyrir sig tónlist sem aðalstarf. Hér til hliðar eru hlekkir þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um einstaka þætti, svo sem námsmat, fræðigreinar, samsöngs- og samspilshópa, fornám, nám til stúdentsprófs auk þeirra hljóðfæra sem eru í boði fyrir umsækjendur.  

Námsleiðir og námsskipulag

Klassísk Tónlist
Strengir
Nemendur sem velja þessa leið stunda nám samkvæmt klassískri evrópskri tónlistarhefð.  Námsskipulagið tekur mið af aðalnámskrá Tónlistarskólanna og er mögulegt að finna upplýsingar um hæfni- og matskröfur HÉR.  Nemendur sækja vikulega einkatíma hjá kennara auk vikulegra samspils- eða samsöngstíma, meðleikstíma og tónfræðigreina en frekari upplýsingar um þær greinar er hægt að nálgast í stikunni hér til hliðar.  Námsstig námsleiðarinnar eru þrjú og skiptast í grunn-, mið og framhaldsnám.  Skólinn fylgir eigin námsmati innan hvers einstaks námsstigs en samræmt námsmat er í höndum prófanefndar tónlistarskóla.  Ítarlegri upplýsingar um innanskólanámsmat er einnig hægt að nálgast í stikunni hér til hliðar.  Miðað er við að nemendur séu um 5-8 ár að ljúka grunnnámi, 3-4 ár að ljúka miðnámi og 3-4 ár að ljúka framhaldsnámi stundi þeir námið af kappi en fer það að sjálfsögðu eftir aldri nemenda og þörfum þeirra hversu lengi þeir dvelja á hverju námsstigi.  Að loknu framhaldsprófi í hljóðfæraleik leikur eða syngur nemandi 30-60 mínútna langa efnisskrá á tónleikum og hafi hann lokið tilskyldum tónfræðaáföngum samhliða hljóðfæranáminu fær hann í hendur fullgilt framhaldspróf í klassískri tónlist. 


Ritmísk Tónlist
Sinfóníuhljómsveit NorðurlandsNemendur sem velja þessa leið leggja stund á Jazz, Pop og Rokktónlist.  Námsskipulagið tekur mið af aðalnámskrá Tónlistarskólanna og er mögulegt að finna upplýsingar um hæfni- og matskröfur HÉR.  Nemendur sækja vikulega einkatíma hjá kennara auk vikulegra samspils- eða samsöngstíma, meðleikstíma og tónfræðigreina en frekari upplýsingar um þær greinar er hægt að nálgast í stikunni hér til hliðar.  Námsstig námsleiðarinnar eru þrjú og skiptast í grunn-, mið og framhaldsnám.  Skólinn fylgir eigin námsmati innan hvers einstaks námsstigs en samræmt námsmat er í höndum prófanefndar tónlistarskóla.  Ítarlegri upplýsingar um innanskólanámsmat er einnig hægt að nálgast í stikunni hér til hliðar.  Miðað er við að nemendur séu um 5-8 ár að ljúka grunnnámi, 3-4 ár að ljúka miðnámi og 3-4 ár að ljúka framhaldsnámi, stundi þeir námið af kappi, en fer það að sjálfsögðu eftir aldri nemenda og þörfum þeirra hversu lengi þeir dvelja á hverju námsstigi.  Að loknu framhaldsprófi í hljóðfæraleik leikur eða syngur nemandi 30-60 mínútna langa efnisskrá á tónleikum og hafi hann lokið tilskyldum tónfræðaáföngum samhliða hljóðfæranáminu fær hann í hendur fullgilt framhaldspróf í Ritmískri Tónlist.  


Suzukiaðferð

SuzukiSuzukideild starfar einnig samkvæmt aðalnámskrá Tónlistarskólanna en starfshættir og námsmat innan deildarinnar er töluvert frábrugðið því sem gerist í almennu námi í klassískri og ritmískri tónlist.  Í Suzukideild er kennt á fiðlu, víólu, selló, kontrabassa og píanó. Kennt er eftir hugmyndafræði japanska fiðluleikarans Shinichi Suzuki en hans hugmyndafræði gengur út á að allir geti lært á hljóðfæri, hver á sínum hraða og að nemendur geti hafið nám mjög ungir. Í byrjun náms læra nemendur að leika lögin eftir eyra með því að hlusta á upptökur.  Nemendur læra allt eftir eyranu með því að hlusta á upptökur af þeim lögum sem verið er að læra og foreldrar fylgja börnum sínum í alla tíma fyrstu árin og aðstoða við heimaæfingar. 

Nemendur í Suzukideild geta hafið nám frá 4 ára aldri og áður en eiginlegt hljóðfæranám hefst fá foreldrar/forráðamenn kynningu á náminu þannig að þeir verði vel í stakk búnir að aðstoða við heimaæfingar. Nemandi sækir einkatíma einu sinni í viku og hóptíma. Þegar líður á námið auka nemendur við sig og eru tvisvar sinnum í viku í einkatíma og taka einnig þátt í öðru samspili, svo sem strengjasveitum skólans. Nótnalestur er kenndur þegar nemendur eru komnir á skólaaldur og eru byrjaðir að læra að lesa sem og tónfræðigreinar samkvæmt aðalnámskrá. 

Skapandi Tónlist

Skapandi TónlistNemendur sem velja að stunda nám í Skapandi Tónlist fylgja námsskrá Tónlistarskólans.  Námið miðar að því að styðja við nemendur sem hafa áhuga á því að þroska eigin listsköpun en finna sér ekki farveg í hefðbundnu klassísku eða ritmísku námi.  Námið í Skapandi Tónlist byggir að miklu leiti til á hugmyndafræði markþjálfunar en skilyrði fyrir inngöngu á námsleiðina eru að nemendur hafi skýra sýn á þau verkefni sem þau vilja leggja stund á og geti rökstutt hvers vegna þeir finna sér ekki farveg innan hefðbundins tónlistarnáms.  Megin uppistaða námsins er fólgin í því að nemendur skilgreina verkefni sem þeir hyggjast skila af sér yfir veturinn og leggja fyrir fagstjóra og leiðbeinanda sem aðstoðar þá við að móta verkefnið.  Nemendur njóta aðstoðar markþjálfa við að móta verkefnaáætlun og sundurliða verkþætti auk þess sem þeir fá aðstoð við endurskoðun aðalmarkmiða ef þess gerist þörf.  Námsmati í námsleiðinni byggir að mestu á verkefnaskilum, símati og sjálfmati.


Stúdentsbraut eða kjörnámsbraut með sérhæfingu í tónlist.

Stúdentspróf Tónlistarsérhæfingin er þriggja ára nám til stúdentsprófs, sérstaklega ætlað nemendum sem hyggjast stunda tónlist að aðalstarfi. Sérhæfingin bíður upp á þrjár námsleiðir, klassíska tónlist, rytmíska tónlist og skapandi tónlist, en nemendur hafa möguleika á að móta tónlistarnámið að sínu áhugasviði.

Nemendur á klassísku og rytmísku námsleiðunum hafa hljóðfæraleik eða söng sem aðalfag og nemendur á námsleiðinni skapandi tónlist hafa tónlistarverkefni sem aðalfag ásamt hljóðfæraleik/söng, tónsköpun eða hljóðlist. Tónlistarsérhæfingin leggur ríka áherslu á skapandi og verklegan þátt tónlistar í kjarna og telur aðalfagið samtals 48 einingar. Auk aðalfags stunda nemendur samspil eða samsöng og koma fram á fjölmörgum nemendatónleikum á vetri hverjum. Nemendur læra jafnframt tónfræðigreinar og sögu tónlistar Íslands, Evrópu og heimsins alls.

Stúdentspróf með sérhæfingu í tónlist gefur nemendum góðan undirbúning fyrir inntökupróf í tónlistarháskóla, þekkingu og reynslu í tónlistarflutningi, tónsköpun og hljóðvinnslu og undirbýr þá fyrir að taka virkan þátt í tónlistarlífi samfélagsins á fjölbreyttan máta.

Inntökuskilyrði: Nemendur sem vilja læra samkvæmt rytmísku eða klassísku námsleiðinni þurfa að vera vel á veg komnir með að ljúka miðprófi í tónlist. Nemendur sem vilja læra samkvæmt námsleiðinni skapandi tónlist þurfa að hafa haldgóða reynslu í hljóðfæraleik, söng, hljóðversvinnu eða tónsköpun og geta sýnt fram á og skilgreint markmið með náminu. Jafnframt fer fram inntökupróf eða inntökuviðtal þar sem lagt er mat á hæfni umsækjanda og markmið nemenda með náminu kannað. Ef fleiri sækja um en hægt er að innrita áskilur tónlistarskólinn sér rétt til að velja þá nemendur sem hann telur hafa bestan undirbúning.

Sjá nánar hér til hliðar.