Fara í efni

Samspilsáfangar

Hljómsveit, Rytmísk

Þrep: 2. og 3. þrep

Einingar: 2

Lýsing: Áfanginn miðar að því að nemendur þjálfist í samspili, inntónun og túlkun mismunandi tónlistarstíla. Samspilskennsla tengir saman ólíka þræði rytmísks tónlistarnáms, svo sem hljóðfæranám, söng og tónfræðigreinar. Í áfanganum æfa nemendur ýmsa þætti sem víkja að færni þeirra s.s. hljóma-og nótnalestur, samstarf, spuna, túlkun og framkomu og færni á eigið hljóðfæri. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og tileinki sér árangursríka námstækni þar sem þeir nýta þau hjálpargögn sem aðgengileg eru með forritum, á vef eða í bókum.

Námsmat: Einkunn er gefin samkvæmt mætingu og ástundun.

 

Strengjasveit 3

Þrep: 2. og 3. þrep

Einingar: 2

Forkröfur: Æskilegt er að nemendur séu á miðstigi í hljóðfæraleik og tónfræði.

Lýsing: Áfanginn miðar að því að nemendur læri að fylgja stjórnanda og þjálfist í samspili, inntónun og túlkun ólíkra tónlistarstíla. Nemendur auka færni sína í nótnalestri og kynnast fjölbreyttri tónlist fyrir strengjasveit. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð, tileinki sér árangursríka námstækni og átti sig á sögulegu samhengi þeirra verkefna sem fengist er við með því nýta þau hjálpargögn sem aðgengileg eru á vef eða í bókum.

Námsmat: Einkunn er gefin samkvæmt mætingu og ástundun.

 

Big band

Þrep: 2. og 3. þrep

Einingar: 2

Forkröfur: Æskilegt er að nemendur séu á miðstigi í hljóðfæraleik og tónfræði.

Lýsing: Nemendur læra að fylgja bendingum og tilsögn stjórnanda og að nota mismunandi leikmáta eftir tónlistarstíl. Bigband sérhæfir sig í að spila Jazz/Fönk tónlist. Hún kemur fram við hin ýmsu tækifæri og setur skemmtilegan svip á skólastarfið.

Námsmat: Einkunn er gefin samkvæmt mætingu og ástundun.

 

Lúðrasveit

Þrep: 2. og 3. þrep

Einingar: 2

Forkröfur: Æskilegt er að nemendur séu á miðstigi í hljóðfæraleik og tónfræði.

Lýsing: Nemendur læra að fylgja bendingum og tilsögn stjórnanda og að nota mismunandi leikmáta eftir tónlistarstíl. Lúðrasveitin spilar fjölbreytta tónlist og kemur fram á tyllidögum bæjarins, svo sem 17. júní, sjómannadeginum og alþjóðlegum degi verkalýðsins, 1.maí.

Námsmat: Einkunn er gefin samkvæmt mætingu og ástundun.

 

Sinfóníuhljómsveit

Þrep: 2. og 3. þrep

Einingar: 2

Forkröfur: Miðpróf í hljóðfæraleik og tónfræði.

Lýsing: Nemendur spila í hefðbundinni sinfóníuhljómsveit sem æfir og spilar á tónleikum sinfóníutónlist klassískra tónskálda. Nemendur þjálfast í samvinnu, inntónun og virkri hlustun, ásamt viðeigandi túlkun á klassískri tónlist frá mismunandi tímabilum.

Námsmat: Einkunn er gefin samkvæmt mætingu og ástundun.

 

Kammertónlist

Þrep: 3

Einingar: 2

Forkröfur: Miðpróf í hljóðfæraleik og tónfræði.

Lýsing: Nemendur spila í litlum hljóðfærahópum sem æfa og flytja kammertónlist klassískra tónskálda undir leiðsögn kennara. Nemendur þjálfast í samvinnu, intónun og virkri hlustun, ásamt viðeigandi túlkun á klassískri tónlist frá mismunandi tímabilum.

Námsmat: Einkunn er gefin samkvæmt mætingu og ástundun.