Fara í efni

Miðtónfræði og tónheyrn, rytmísk

Miðtónfræði og tónheyrn, rytmísk (M1)

Þrep: 1

Einingar: 3

Forkröfur: Grunnpróf í tónfræði

Lýsing: Kennd er rytmísk tónfræði er byggir á hefðbundnum grunni tónfræðanáms en með sérstakri áherslu á þætti tónfræða og tónheyrnar er lúta að rytmískri tónlist. Áhersla er á djasshljómfræði og hagnýta notkun hennar til spuna en einnig á tónheyrn, hlustun og þau almennu tónfræðiatriði er ekki var lokið í grunnnámi. Í hljómfræði er farið í þríhljóma og tengsl þeirra og hljómhvörf. Smám saman bætt við sjöundarhljómum, aukaforhljómum, aukaminnkuðum hljómum og stækkuðum sexundarhljómum og hljómfræði djassins.

Námsmat: Tekið er miðsvetrar- og vorpróf. Nánar er kveðið á um námsmat í kennsluáætlun

Kennsluáætlun: Haustönn    Vorönn

Miðtónfræði og tónheyrn, rytmísk (M2)

Þrep: 1

Einingar: 3

Forkröfur: M1

Lýsing: Aðalviðfangsefni þessa seinni miðstigsáfanga er samþætt tónfræði, tónheyrn og undirstöður djasshljómfræði þar sem unnið verður með greiningu, hlustun og nótnaritun. Áhersla verður á hljómfræðiþáttinn þar sem ný hugtök verða tekin fyrir og kynnt. Tónfræðileg atriði sem og tónheyrnardæmi verða greind og æfð í tímum og unnin verða stutt hljómfræðiverkefni eftir því sem við á hverju sinni. Eftir því sem á líður áfangann mun vægi djasshljómfræði aukast nokkuð til undirbúnings fyrri framhaldsstigsáfangans F1.

Námsmat: Tekið er miðsvetrar- og vorpróf. Nánar er kveðið á um námsmat í kennsluáætlun

Kennsluáætlun:   Haustönn    Vorönn