Viðskiptaskilmálar vegna samnings um nám við Tónlistarskólann á Akureyri

Gjaldskrá skólans er háð ákvörðunum bæjarsjóðs um gjaldskrárhækkanir. Tónlistarskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til hækkunar skóla- og hljóðfæraleigugjalda á samningstímanum í samræmi við ákvarðanir bæjarsjóðs.

Skólagjöld tónlistarskólans eru greidd fyrir eina önn í einu en til hagræðingar fyrir greiðendur dreifast greiðslur skólagjalda á 8 jafnar greiðslur með gjalddaga ca. 15. ág., 15.sept., 15. okt., 15. nóv., 15. jan., 15. feb., 15. mars, 15. apríl.

Upplýsingar um einstaka liði gjaldskrár má finna á heimasíðu skólans undir liðnum "Skólagjöld".

Einungis er mögulegt að segja upp samningi einu sinni á ári, frá og með áramótum og rennur uppsagnarfrestur fyrir vorönn út 1. nóvember ár hvert. Til þess að uppsögn sé gild verður að segja samningi upp skriflega á skrifstofu skólans fyrir lok uppsagnarfrests.

Nemendur sem fá skólavist en ákveða að hætta við þurfa að tilkynna það skriflega fyrir 1. ágúst á tonak@akureyri.is

Undantekning frá þessu eru nemendur í framhaldsnámi á hljóðfæri og nemendur í mið og framhaldsnámi í söng. Þessir nemendur geta ekki sagt upp námi. Skólavist þeirra er bundin fyrir allt skólaárið með þessari umsókn.

Hljóðfæraleigugjald er innheimt í september fyrir tímabilið sept - maí og í júní er innheimt fyrir tímabilið júní - ágúst. Samningurinn er ótímabundinn og ber að segja honum upp fyrir 15.maí ár hvert. Uppsögn tekur gildi um leið og hljóðfæri er skilað.
Hljóðfæraleigugjald fæst ekki endurgreitt.

Tónlistarskólinn á Akureyri áskilur sér birtingar- og dreifingarrétt á öllu því hljóð- og myndefni sem tekið er upp af nemendum skólans á viðburðum sem skólinn stendur fyrir sem og í kennslustundum. Birtingarétturinn nær til vefsíðu skólans, útgáfu DVD, CD diska, vefútgáfu sem og annars kynningarefnis. Mynd- og hljóðupptökur gerðar af nemendum á tónleikum eða í kennslustundum eru eign tónlistarskólans. Hægt er að fara fram á undanþágu frá reglu þessari með tölvupósti á tonak@akureyri.is fyrir 1. september.

Tónlistarskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til þess að afla upplýsinga hjá grunnskólum Akureyrarbæjar varðandi fyrirliggjandi greiningar vegna þroskaraskana, námsörðugleika eða annarra sérþarfa nemenda sem sótt hafa um námsvist í skólanum.  Farið verður með allar upplýsingar sem aflað er með þessum hætti sem trúnaðargögn.  Hægt er að fara fram á undanþágu frá reglu þessari með tölvupósti á tonak@akureyri.is fyrir 1.september.

Nemendafélagsgjald fyrir veturinn er innheimt hjá nemendum 13 ára og eldri í ágúst. Á umsóknarblaðinu er hak þar sem hægt er að óska eftir að vera ekki í nemendafélaginu. Einnig er hægt að óska eftir að fá að vera í nemendafélaginu fyrir 12 ára og yngri og er það gert með tölvupósti á tonak@akureyri.is

Tónlistarskólinn mun reyna að verða við sérstökum óskum eftir fremsta megni en áskilur sér einhliða rétt til að ákvarða um kennara eða kennslustað í samræmi við aðstæður hverju sinni.

Með því að senda inn umsókn í Tónlistarskólann á Akureyri samþykkir umsækjandi þá skilmála sem birtast í skjali þessu sem og gjaldskrá skólans.

HÉR gefur að líta gjaldskrá skólans fyrir árið 2018