Fara í efni

Starfsnám/æfingakennsla

Þrep: 3 

Einingar: 5 

Forkröfur: F1, rytmísk eða klassísk tónfræði 

Lýsing: Áfanginn miðar að því að kynna starf tónlistarkennarans og hljómsveitarstjórans fyrir nemendum og eru áherslur námsins metnar út frá óskum og þörfum nemandans. Nemendur til dæmis aðstoða yngri nemendur í hljómsveitum Tónlistarskólans á æfingum, sjá um raddæfingar og aðstoða við að umskrifa eða útsetja parta eftir þörfum. Nemendur gætu aðstoðað við kennslu í tónfræði og Hringekjunni og fylgst með einstaklingskennslu á hljóðfæri sitt.  

Námsmat: Ástundun, mæting og verkefnaskil. Nánar er kveðið á um námsmat í kennsluáætlun.