Miðvikudaginn 25. maí heldur Sunneva Kjartansdóttir framhaldsprófstónleika sína í sellóleik frá Tónlistarskólanum á Akureyri. Tónleikarnir verða í Hömrum kl 20 og á efnisskrá eru verk eftir Beethoven, Vivaldi, Gliere, Guðrúnu Ingimundardóttur og fleiri. Fjöldi góðra spilavina mun koma fram ásamt henni. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!
Grunnþjálfun í tónlistariðkun fyrir 5-9 ára börn
Tónlistarnám fyrir alla. Val um 28 hljóðfæri og 4 námsleiðir
Þriggja ára nám til stúdentsprófs í samstarfi við framhaldsskóla á svæðinu