Fara í efni

Skapandi hljóðvinnsla

Þrep: 1.

Einingar: 2 einingar

Forkröfur:  

Lýsing: Nemendur læra aðferðir og undirstöðuatriði í hljóðvinnslu. Farið verður í upphaf skapandi hljóðvinnslu og hvernig þróunin hefur verið frá Stockhausen til dagsins í dag. Nemendur fá að kynnast búnaði og hugbúnaði sem notaður er í hljóðvinnslu og fá tækifæri til að þróa sínar eigin aðferðir við tónlistarsköpun. Einnig verða gerð skil á útsetningum og mikilvægi þeirra við vinnslu á tónlistarverkefnum nemenda. Nemendur læra að nýta sér nútíma aðferðir við sköpun sína, s.s. virtual instruments og midi, í bland við “hefðbundnari” hljóðvinnslu og live upptökur. Verkefnin eru fjölbreytt og sniðin að einstaklingsnámi og óháð getu og aðgengi að hljóðtæknibúnaði, eins og mögulegt er.

Námsmat: Ástundun, virkni og verkefnaskil. Nánar er kveðið á um námsmat í kennsluáætlun.