Skapandi hljóðvinnsla

Þrep: 1., 2. og 3. þrep 

Einingar: 2 einingar á 1. þrepi, 3 einingar á 2. og 3. þrepi 

Forkröfur:  

Lýsing: Í skapandi hljóðvinnslu fær nemandinn leiðsögn í úrvinnslu og útsetningum á eign verkefnum. Nemandinn fær þjálfun í notkun hljóðupptökuforrita og sýndarhljóðfæra með því markmiði að koma eigin lagasmíðum/tónverkum á framfæri. Kennslan fer fram í hóptímum (3-4) í hóp. Nemendur koma með verkefni sem þeir eru að vinna í tímann og kynna fyrir hópnum. Verkefnin eru unnin með því markmiði að virkja samstarf innan hópsins og koma þeim sem best til skila. Nemendur koma til með að prufa sig áfram í hinum ýmsu verkþáttum sem snúa að hljóðversstarfinu, s.s. upptökustjórn, útsetningar, hljóðfæraleik og tækniþætti. Að vori verður afraksturinn kynntur fyrir samnemendum og leiðbeinendum. Nemendur segja frá sínu verkefni og útskýra verkferlið. 

Námsmat: Ástundun, virkni og verkefnaskil. Nánar er kveðið á um námsmat í kennsluáætlun.