Fara í efni

Skapandi hljóðvinnsla

Skapandi Hljóðvinnsla                                                                                      

Haustönn 2018

Kennari: Hallgrímur Ómarsson

Hæfniþrep: 1

Einingar: 2

Forkröfur: Nemendur séu a.m.k. í 10 bekk í grunnskóla og hafi aðgang að tölvu og
einhverskonar upptökubúnaði (t.d. snjallsíma)

Áfangalýsing:

Nemendur læra aðferðir og undirstöðuatriði í hljóðvinnslu. Farið verður í upphaf skapandi hljóðvinnslu og hvernig þróunin hefur verið frá Stockhausen til dagsins í dag. Nemendur fá að kynnast búnaði og hugbúnaði sem notaður er í hljóðvinnslu og fá tækifæri til að þróa sínar eigin aðferðir við tónlistarsköpun. Einnig verða gerð skil á útsetningum og mikilvægi þeirra við vinnslu á tónlistarverkefnum nemenda. Nemendur læra að nýta sér nútíma aðferðir við sköpun sína, s.s. virtual instruments og midi, í bland við “hefðbundnari” hljóðvinnslu og live upptökur. Verkefnin eru fjölbreytt og sniðin að einstaklingsnámi og óháð getu og aðgengi að hljóðtæknibúnaði, eins og mögulegt er.

Námsmarkmið:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • Grunnhugtökum í hljóðvinnsluforritum (DAW)
  • Live upptökum s.s. söng
  • Virtual instruments og midi og notkunar á hardware tengt því
  • Útsetningum og mikilvægi þeirra

 Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Nota hljóðupptökuforrit (DAW)
  • Fá búnað til að vinna saman
  • Annast upptökur með hljóðnemum
  • Hlustunargreina lög með tilliti til útsetninga

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Skapa sér aðstöðu til tónlistarsköpunar
  • Búa til sína eigin tónlist og unnið hana í fullkomnum gæðum

Námsgögn:

Kennari úthlutar námsgögnum í tímum. Gott er að verða sér út um bókina Modern Recording Techniques e. David Miles Huber.

Námsmat:

Námsmatsþáttur

Lýsing námsmatsþáttar

Vægi

Mæting og þáttaka í tímum

Gerð er krafa um að nemendur séu með 80% mætingu í áfanganum og taki virkan þátt í umræðum.

50%

Verkefni

Nemendur fá verkefni í lok hvers tíma sem þeir eiga að standa skil á í næsta tíma, að viku liðinni.

50%

Námsáætlun:

Kennsluvikur

Viðfangsefni

Verkefni

15.-19. okt

Kynning. Music Concrete. Horft á heimildarmyndina “Making music from noise”

Hljóðlistaverk
Nemendur útbúa verk úr hljóðum. 1-3 mín.

22.-26. okt

Meðhöndlun hljóðs í DAW

Hljóðlistaverk
Nemendur fá örstuttan hljóðbút sem þeir eiga að breyta í hljóðverk
1 mín

29. okt-2. nóv

Kynning. Útsetningar.
Nemendur kynnast helstu aðferðum við útsetningar.

Kynning
Nemendur velja lag sem þeim finnst vel útsett. Kynna lagið og lagið er spilað (ekki flutt)

5.-9. nóv

Útsetningar.
Haldið áfram að ræða útsetningar.

Nemendur fá með sér lag sem þeir eiga að greina.

12.-16. nóv

Hljóðupptaka.
Nemendur fá kennslu í DAW og signal flow.

Kynnt síðar

19.-23. nóv

Hljóðverskynning
Nemendur fara í vettvangsferð í hljóðver

Ekkert verkefni

26.-30. nóv

Sound editing.
Nemendur fá kennslu í klippingu og meðhöndlun hljóðbúta.

Nemendur fá hljóðbúta til að klippa saman og vinna með.

3.-7. des

Midi.
Kynning á MIDI og virtual instruments

Nemendur vinna lag með midi
3 mín

10.-14. des

Hljóðvinnsla

Nemendur vinna lag þar sem midi og audio er notað

17.-21. des

Jólagleði

 

 

Réttur til breytinga er áskilinn