Fara í efni

Complete Vocal Technique (CVT) 1a

Complete Vocal Technique (CVT) 1a

Haustönn 2018

Kennari: Þórhildur Örvarsdóttir

Forkröfur:  Engar, en áhugi og einhver reynsla af söng æskileg.

Hæfniþrep: 1

Einingafjöldi: 2           

Áfangalýsing:

Nemendum er kynnt undirstöðuatriði í “Complete Vocal Technique” söngtækninni. Hún byggir á nokkrum grunnþáttum í raddbeitingu sem í mismunandi samsetningum ná til allra stíltegunda, allt frá klassískum söng til þungarokks. Kennt er bæði í gegnum bóklega og verklega tíma, þ.e. fyrirlestra og masterclass.

Í fyrirlestrunum verður farið í gegnum CVT bókina og kenndar skjótar og hagnýtar aðferðir til heilbrigðrar raddbeitingar. Þjálfaðar eru auðveldar leiðir sem hæfa rödd hvers, eins er lögð áhersla á að söngvarinn læri að þekkja sína rödd og taki ábyrgð á eigin raddheilsu.

Í masterclass er unnið með söng og túlkun. Þar gefst tækifæri til að vinna músíkalskt með fraseringar og túlkun auk þess sem hægt er að  prófa þá tæknilegu þætti sem farið er í gegnum á fyrirlestrum.

Námsmarkmið:

Þekking:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • 3 grunnatriðum Complete Vocal Technique aðferðarinnar.

  • Grunnvirkni raddstillinganna fjögurra; Neutral, Curbing, Overdrive og Edge.

  • Grunnhugtakanotkun CVT aðferðarinnar

Leikni:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Nota grunnhugtök CVT aðferðarinnar.

  • Vinna með CVT bókina og/eða smáforritið við æfingar.

  • Hlustunargreina einföld atriði CVT tækninnar hjá sjálfum sér og öðrum.

Hæfni:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Nota 3 grunnatriðin sem undirstöðu í æfingum og söng.

  • Átta sig á notkunarmöguleikum stillinganna.

  • Gera tilraunir með eigin rödd á skynsaman, ábyrgan og heilbrigðan hátt.

Námsgögn:

Complete Vocal Tecnique smáforritið eða bókin Complete Vocal Tecnique eftir Cathrine Sadolin (útgáfa 2008 eða seinna) og tónlist að vali nemenda.

Námsmat:

Námsmatsþáttur

Lýsing námsmatsþáttar

Vægi

Mæting og þáttaka í tímum

Gerð er krafa um að nemendur séu með 80% mætingu í áfanganum og taki virkan þátt í umræðum og masterclass.

50%

Vinnudagbók

Nemendur skili vinnudagbók með yfirliti yfir vinnu, undirbúning og æfingar vetrarins

15%

Greinargerð

Í lok áfangans skila nemendur greinargerð þar sem þeir fara yfir námsþætti vetrarins og þeirra eigin upplifun á þeim.

15%

Kynning (söngur eða tækni)

Nemendur (einir eða í litlum hópum) annað hvort performeri 1-2 lög eða taki fyrir eitthvað tæknilegt atriði og kynni fyrir hópnum.

20%

 

 

Námsáætlun:

Vikur

Viðfangsefni

13. september

Kynningarfundur - Staður: Bókasafn

20. september

Frí vegna endurmenntunar kennara í CVI

27. september

CVT intro, kynning á tækni og hugtökum.
Undirbúningur: Engin sérstakur undirbúningur nemenda fyrir þennan tíma.

4. október

Masterclass, stílar og túlkun.
Undirbúningur: Nemendur komi með lag til að æfa/flytja í tímanum og hafi með sér undirleik.

11. október

Fyrirlestur, Stuðningur
Undirbúningur: CVT bókin, kaflinn Support bls. 27-44

18. október

Vetrarfrí

25. október

Masterclass, Tækni og beiting
Undibúningur: Nemendur komi með lag til að æfa/flytja í tímanum og hafi með sér  undirleik.

1. nóvemeber

Fyrirlestur, Raddbönd/Hálsinn/Twang
Undirbúningur: CVT bókin, kaflarnir The Vocal Chords, The Throat og Twang bls. 44-53

8. nóvember

Masterclass, stílar og túlkun
Undirbúningur: Nemendur komi með lag til að æfa/flytja í tímanum og hafi með sér undirleik.

15. nóvember

Fyrirlestur, Raddgírarnir(stillingarnar) fjórir
Undirbúningur: CVT bókin, kaflinn An introduction to the 4 Vocal Modes bls. 81-86

22. nóvember

Masterclass, Tækni og beiting
Undibúningur: Nemendur komi með lag til að æfa/flytja í tímanum og hafi með sér  undirleik.

29. nóvember

Masterclass, Tækni og beiting
Undibúningur: Nemendur komi með lag til að æfa/flytja í tímanum og hafi með sér  undirleik.

6. desember

Masterclass, stílar og túlkun. Lokaskil á vinnudagbók og greinargerð.
Undirbúningur: Nemendur komi með lag til að æfa/flytja í tímanum og hafi með sér undirleik.

13. desember

Jólagleði - kynning: 1-2 lög/tæknikynning