8 nemendur útskrifast af Skapandi Tónlist

í vor útskrifaði Tónlistarskólinn á Akureyri í fyrsta skipti nemendur af Skapandi Tónlist.  Nemendur hafa lokið þremur árum í deildinni og á hverju ári unnið að stóru tónlistarverkefni auk þess að vera í einkatímum og hóptímum.

Í tilefni útskriftarinn stóð deildin fyrir útskriftarveislu í Hlöðunni í Litla-Garði, þar sem nemendur og kennarar komu saman og grilluðu, auk þess að leika tónlist og skemmta sér.

Þeir nemendur sem útskrifuðust nú eru: Diana Sus, Guðjón Andri Jónsson, Sigfús Jónsson, Ólafur Sveinn Traustason, Þorsteinn Gíslason, Birkir Blær Óðinsson, Sunnefa Lind Þórarinsdóttir og Stefán Elí Hauksson.

Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með útskriftina og hlökkum til að sjá þau sigra heiminn.