Aldið út er sprungið - Tónleikar í Akureyrarkirkju

Tónlistarfélag Akureyrar fagnar fullveldisdeginum 1. desember með tónleikum í Akureyrarkirkju kl 17. Stefnt er saman verkum eftir Vivaldi og Barböru Strozzi ásamt splunkunýjum og brakandi ferskum verkum eftir tónskáldin Daniele Basini, Kristínu Þóru Haraldsdóttur og Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur. Tónskáldin eru einnig flytjendur á tónleikunum en auk þeirra koma fram Ásdís Arnardóttir, Emil Þorri Emilson, Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Marteinn Ingvason, Michael Weaver, Petrea Óskarsdóttir, Zsuzsanna Bitay og strengjasveit skipuð lengst komnu nemendum við Tónlistarskólann á Akureyri, Eyjafirði og Tröllaskaga.
Sóknaráætlun Norðurlands Eystra styrkir þessa tónleika ásamt Akureyrarbæ og Listvinafélagi Akureyrarkirkju.
Miðaverð er 3500 krónur, 20% afsláttur fyrir félagsmenn og frítt fyrir 18 ára og yngri. Miðasala við innganginn og á tix.is