Anton Líni, Birkir Blær og Stefán Elí saman á tónleikum.

Anton Líni, Birkir Blær og Stefán Elí eru allir nemendur við deildina Skapandi Tónlist hér í tónlistarskólanum okkar.

Anton Líni er söngvari frá Þingeyri en er búsettur á Akureyri. Undanfarið hefur Anton Líni verið iðinn við lagasmíðar, en í vetur hafa lögin Ég veit, og Heltekinn komið út með honum, og fengið mjög góðar viðtökur, bæði á streymisveitum og í útvarpsstöðvum.  Lögin tvö eru hluti af EP plötu sem væntanleg er.

Birkir Blær er orðinn vel þekkt stærð í tónlistarlífinu á Akureyri og nágrenni. Hann hefur komið fram á öllum helstu viðburðurum á Norðurlandi og er víða orðinn eftirsóttur með sína dúnmjúku rödd.  Síðastliðið sumar sendi Birkir Blær frá sér lagið Picture, og nú í vetur er hann að vinna að EP plötu sem væntanleg er með vorinu.

Stefán Elí hefur orðið mjög vinsæll uppá síðkastað enda verið duglegur við útgáfu upp á síðkastið. Lögin Trip to the Stars og Nicer Car hafa bæði fengið þó nokkra útvarpsspilun.  Stefán Elí hefur verið duglegur að fá aðra listamenn með sér, t.d. Ivan Mendez, og Birki Blæ.  Í nýjasta lagi hans, Hoping That You´re Lonely, syngur Rán Ringsted gullfallega með honum.

Drengirnir þrír, ásamt aðstoðarfólki,  munu flytja sitt eigið áður útgefið efni en jafnvel lauma inn einhverju glænýju og mögulega taka eitt og eitt cover.  

Veglegir tónleikar sem enginn má láta framhjá sér fara.  

Miðasala er á  á graenihatturinn.is, tix.is og Akureyri Backpackers. Miðaverð er aðeins 2900 kr.