Fara í efni

Ásdís Arnardóttir bæjarlistarmaður Akureyrar

Ásdís Arnardóttir bæjarlistarmaður Akureyrar

Bæj­arlistamaður Ak­ur­eyr­ar árið 2020 er Ásdís Arn­ar­dótt­ir selló­leik­ari. 

Ásdís er fædd árið 1967. Hún lauk stúd­ents­prófi frá MR 1987 og stundaði tón­list­ar­nám við Tón­list­ar­skól­ana í Reykja­vík og á Seltjarn­ar­nesi en hélt síðan utan til náms, fyrst til Barcelona en síðan til Bost­on, þaðan sem hún lauk masters­gráðu árið 1995.

Und­an­far­in fjór­tán ár hef­ur hún búið og starfað á Norður­landi. Hún kenn­ir á selló, kontrabassa, stjórn­ar strengja­sveit­um og hef­ur um­sjón með kammer­tónlist, bæí hér í  Tón­list­ar­skól­an­um á Ak­ur­eyri, og við Tón­list­ar­skóla Eyja­fjarðar.

„Hún hef­ur verið leiðandi selló­leik­ari í Sin­fón­íu­hljóm­sveit Norður­lands þenn­an tíma. Auk þess hef­ur hún tekið þátt í fjöl­mörg­um viðburðum, eins og Kirkju­lista­viku í Ak­ur­eyr­ar­kirkju, Barokksmiðju Hólastift­is, Sum­ar­tón­leik­um á Hól­um og verk­efn­inu Norðlensk­ar kon­ur í tónlist svo eitt­hvað sé nefnt. Á starfs­launa­tíma­bil­inu hyggst Ásdís meðal ann­ars minn­ast þess að 250 ár eru liðin frá fæðingu tón­skálds­ins Ludwigs van Beet­ho­ven, þá ætl­ar hún einnig að spila fyr­ir yngri jafnt sem eldri íbúa bæj­ar­ins."

Við hérna í Tónlistarskólanum erum gríðarlega hamingjusöm með þetta val og óskum Ásdísi innilega til hamingju.