Bíópopp tónleikar blásarasveitarinnar.

Mánudaginn 18. mars klukkan 18:00 heldur Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri BíóPopp tónleika í Hömrum, Hofi.
Kvikmynda og popptónlist úr öllum áttum - heyra má stef meðal annars úr How to train your dragon, ABBA og Jurassic park!
Frjáls framlög eru vel þegin í ferðasjóðinn og túbubaukur verður við innganginn!

Tónleikarnir eru hluti af fjáröflun sveitarinnar sem í sumar heldur á stórhátíð skólahljómsveita í Gautaborg.
Grunnsveit Tónlistarskólans á Akureyri spilar einnig á tónleikunum sem sérstakur gestur.

Léttir og skemmtilegir tónleikar fyrir alla fjölskylduna,
Hlökkum til að sjá sem flesta!