Bíópopp tónleikar blásarasveitarinnar

Mánudaginn 16.mars klukkan 18:00 blása blásarasveitir TónAk til Bíó- og popptónleika í Hömrum, Hofi. 

Ýmis lög úr kvikmyndaheiminum í bland við þekkt popplög verða á dagskrá. Grunnsveit TónAk kemur fram sem sérstakur gestur og Díana Sus og Stefán Elí taka lagið með okkur! 

Tónleikarnir eru ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum í ferðasjóð blásarasveitanna. 

Hressir og skemmtilegir tónleikar fyrir alla fjölskylduna - það má enginn missa af þessu!