Fara í efni

Breytingar á skólastarfi vegna Covid 19

Breytingar á skólastarfi vegna Covid 19

Takmörkun skólastarfs í Tónlistarskólanum á Akureyri verður eftirfarandi skv. ákvörðun fræðsluskrifstofu Akureyrarbæjar.

 Kæru nemendur og forráðamenn. 

Vegna COVID-19 faraldursins verður skólastarf í TA takmarkað þar til samkomubanni verður aflétt.  Kennslufyrirkomulag næstu vikna verður því eftirfarandi:

 Áfram verða kenndir einkatímar og meðleikstímar, bæði í söngdeild og hljóðfæradeildum að undanskildum þeim tímum sem fara fram í húsnæði grunnskóla en munu þeir falla niður þar til samkomubanninu verður aflétt.

 Þar til samkomubanninu verður aflétt mun allt hljómsveitastarf, tónfræðitímar, forskóli, hópæfingar, tónleikar, námskeið og allir aðrir viðburðir falla niður.  Stefnt verður á að áfangapróf muni eiga sér stað en það er þó háð því hvort Prófanefnd Tónlistarskóla mun ákveða að halda áætlun í ljósi aðstæðna.  Viðmið þessi taka einnig til nemenda sem eru eldri en 18 ára.  Engar hljómsveitaæfingar verða leyfðar í húsnæðinu á meðan samkomubannið er í gildi en nemendum er áfram heimilt að nota stofur til einstaklingsæfinga.  Nemendur eru þó hvattir til að takmarka umferð um skólahúsnæðið eins og mögulegt er.

 Ráðstafanir um þrif hafa verið hertar í skólanum, leiðbeiningar settar upp um sóttvarnir og handhreinsivökvi staðsettur í öllum stofum, á öllum salernum og öllum göngum.  Eru öll hvött til þess að fylgja vel leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um hreinlæti.

Ef upp kemur grunur um COVID smit meðal nemenda tónlistarskólans er þeim bent á að hafa tafarlaust samband við upplýsingasíma 1700 og leita sér upplýsinga á vefsíðunni www.covid.is.