Fara í efni

Dagur Tónlistarskólanna

Dagur Tónlistarskólanna

DAGUR TÓNLISTARSKÓLANNA
 
Sunnudaginn 7. febrúar var haldið upp á dag tónlistarskólanna um allt land. Þar sem ekki er unnt að hóa saman fólki til að spila, hlusta og prófa hljóðfæri í ár hefur tónó leitað annarra leiða til að halda daginn hátíðlegan. Fyrsta uppákoman var innslag í föstudagsþætti N4 þann 5. febrúar.  Þær Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og Sóley Björk Einarsdóttir mættu til Vilhjálms Bragasonur og ræddu um tónlistarskólann okkar.
 
Blásarasveitirnar voru í brennidepli, en þær áttu tilbúin lög, og gátu brugðist við skjótt þegar sjónvarpið bauð okkur að koma. En einnig töluðu stelpurnar  um skólann almennt í þættinum og hinn mikla dugnað allra nemenda og fjör í öllum deildum. Við viljum því tileinka öllum nemendum okkar innslagið, og óska ykkur til hamingju með tónlistarskóladaginn!
 
Í framhaldinu munum við finna upp á fleiru til að marka þennan ágæta dag.
 
Blásarasveitir, takk fyrir spilið! Og nemendur skólans, öll með tölu, bravó og áfram með fjörið!