Davíð Máni gefur út sína fyrstu EP plötu

Davíð Máni er gítarnemandi í Skapandi Tónlist, og er að ljúka sínu öðru ári í deildinni.  

Tónlistarverkefni Davíðs Mána í vetur er EP plata, og er hún nú komin út.  Platan ber nafnið Miomantis, og er það líka listamannsnafnið sem Davíð Máni notar í verkefnið.  Platan er instrumental plata þar sem gítarinn er í aðalhlutverki.

Davíð spilar á alla gítara á plötunni, en honum til aðstoðar eru Zophonías Tumi sem spilar á bassa og trommur, og Sveinn sem spilar á trommur í laginu Smiled Formed Muzzle.

Davíð sjá svo að mestu sjálfur um upptökur, hljóðblöndun og masteringu.

Hægt er að hlusta á plötuna á helstu streymisveitum.  Hér er hún t.d. á Spotify:

 

Lokalag plötunnar, Fool, er svo komið á spilunarlista Skapandi Tónlistar