Flammeus gefa út lagið Birch

Flammeus - Birtch
Flammeus - Birtch

Hljómsveitin Flammeus sem er skipuð núverandi og fyrrverandi nemendum Tónlistarskólans á Akureyri situr ekki auðum höndum.  Hljómsveitin var að senda frá sér lagið "Birch" sem er afar huggulegt lag í anda hinna stórkostlegu Bítla.  Lagið er kassagítardrifið en inniheldur að sjálfsögðu fleiri hljóðfæri, svo sem ansi skemmtilegt slagverk og strengi.  Lagið er gott dæmi um samvinnu nemenda í tónlistarskólanum, en í þessu lagi sameinast nemendur í rytmískri deild, klassískri deild og skapandi tónlist, auk fyrrum nemenda skólans.

Lagið er gefið út á stafrænum hætti á helstu streymisveitum veraldarvefsins.  Hér má nálgast það á Spotify:

 

Lagið er að sjálfsögðu komið á spilunarlista Skapandi Tónlistar