Flammeus hlýtur styrk frá Airwaves Plus sjóðinum

Hljómsveitin Flammeus er hugarfóstur Tuma Hrannar-Pálmasonar og inniheldur auk Tuma sem syngur og spilar á bassa þá Guðjón Jónson hljómborðsleikara, Hafstein Davíðsson trommuleikara og Jóhannes Stefánsson gítarleikara.  Allir eru þeir félagar nemendur eða fyrrum nemendur hér við Tónlistarskólann á Akureyri.

í Nóvember spiluðu þeir strákarnir á nokkrum tónleikum á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í Reykjavík, og þóttu tónleikar þeirra takst mjög vel.

Nú hafa strákarnir verið valdir, ásamt Blóðmör og Ástu til að hljóta styrk úr Airwaves Plus sjóðnum, en styrkurinn er hugsaður til að hlúa að ungum og efnilegum hljómsveitum sem komu í fyrsta sinn fram á Airwaves nú í vetur.  Styrkurinn er að upphæð kr. 350.000 og geta hljómsveitirnar nýtt féð til að koma sér á framfæri, í upptökur, ferðakostnað á erlendar tónlistarhátíðir eða annað sem kemur upp í markaðsstarfi hljómsveita.

Til hamingju Flammeus.  Virkilega vel gert.