Flammeus með tvöfalda smáskífu

Flammeus sendi nýlega frá sér tvöfalda smáskífu sem inniheldur tvö lög, sem saman mynda eina heild.  Lögin heita Deep Down Inside og When.  Þessi tvöfalda smáskífa er þriðja útgáfa Flammeus í vetur en áður hafa komið út lögin Jenny og It.

Flammeus er listamannsnafn Tuma Hrannar-Pálmasonar sem spilar á bassa og syngur, en með honum eru þeir Guðjón Jónsson á hljómborð, Hafsteinn Davíðsson á trommur og Jóhannes Stefánsson á gítar.  Sigfús Jónsson sér svo um að allt hljómi sem best.

Smáskífan er komin á helstu streymisveitur.  Hér má hlusta á hana á Spotify:

Hún er jafnframt komin á spilunarlista skapandi tónlistar: