Fara í efni

Frá skólastjóra vegna Covid-19

Frá skólastjóra vegna Covid-19

Kæru nemendur og forráðamenn.

Í ljósi hertra sóttvarnarreglna langar okkur í TA að biðla til nemenda og forráðamanna með eftirfarandi. 

Skólinn okkar starfar samkvæmt undanþágu um skólastarf og því hafa breyttar reglur óveruleg áhrif á starfsemina enn sem komið er.  Einka-, hóp- og hljómsveitatímar munu halda áfram skv. stundaskrá og verður engin breyting þar á.  Við munum þó hugsanlega þurfa að fresta einhverjum tónleikum og munu kennarar ykkar vera í sambandi við ykkur um það.  Við munum svo taka ákvörðun um fyrirkomulag tónleikahalds í vetur þegar nýjar sóttvarnarreglur verða endurskoðaðar eftir tvær vikur.

Okkur langar þó að biðla til ykkar allra sem eruð 16 ára og eldri að virða ávallt metersregluna í húsnæði skólans.  Sömuleiðis biðjum við alla þá sem eru með kvef eða flensueinkenni um að halda sig heima á meðan á veikindunum stendur.            

Í ljósi þróunar síðustu vikna viljum við svo biðja forráðamenn Suzukinemenda um að bera sóttvarnargrímur í tímum með börnum sínum frá og með deginum í dag.  Við biðlum sömuleiðis til allra forráðamanna um að lágmarka umferð um skólahúsnæðið og hvetjum þá sem þurfa að fylgja börnum sínum um ganga skólans, (vegna aldurs þeirra eða annarra ástæðna), um að bera sóttvarnargrímur og virða fjarlægðarmörk.  Við höfum komið fyrir einnotagrímum fyrir framan skrifstofurýmið á þriðju hæð og eins og flestir vita eru skammtarar með handspritti á öllum salernum og göngum skólans.

Stöndum saman!..... (En samt í sundur)

 

Kærleikskveðjur,

Hjörleifur Örn Jónsson
Skólastjóri