Framhaldsprófstónleikar Bjarklindar Ástu söngkonu

Miðvikudaginn 26. maí kl 17:00 heldur Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir söngkona framhaldsprófstónleika sína frá Tónlistarskólanum á Akureyri á Græna Hattinum.

Bjarklind Ásta hefur stundað nám í rytmískum söng við skólann í 7 ár og er nú komið að útskrift. Á dagskránni eru fjölbreytt lög sem Bjarklind Ásta hefur sungið í náminu undanfarin ár. Með Bjarklindi Ástu á tónleikunum er hljómsveit skipuð frábærum tónlistarmönnum úr kennarahópi skólans.