Fara í efni

Gringlo með nýtt lag um bernskuástina

Gringlo með nýtt lag um bernskuástina

„Saklaus og einföld bernskuást. Er okkur kleift að upplifa hana aftur á fullorðinsárum? Eða er tækifærið okkuri runnið úr greipum áður en við getum áttað okkur á því hve einstök og hrein upplifunin var?“

Ivan Mendez og hljómsveitin Gringlo velta þessu fyrir sér í splunkunýju lagi sem ber heitið When We Were Young.  Í laginu njóta þeir aðstoðar Þórdísar Elínar, en hún er ung og efnileg söngkona ættuð frá Bolgungarvík. Hún gaf út sitt fyrsta lag á Spotify í fyrra haust undir listamannsnafninu „Thordis“.

Hljómsveiting Gringlo gaf í fyrra út EP plötuna From Source, sem hugsuð var sem fyrri hluti stærra verks.  Um þessar mundir vinnur hljómsveitin  hörðum höndum að því að hljóðrita seinni kafla verksins. Sú plata mun einning innihalda 6 lög og heitir "To the Ocean".  Í sameiningu munu plöturnar bera nafnið „From Source to the Ocean - A Tale of Two Rivers.“  Nýja lagið er önnur smáskífan af þessum seinni hluta.

Hér má hlusta á When We Were Young á Spotify:

Og svo er lagið að sjálfsögðu komið á spilunarlista Skapandi Tónlistar:

Eins og fram kom hér að ofan eru þeir Gringlo félagar á fullu við að vinna plötuna From Source To The Ocean um þessar mundir.  Almenningi býðst tækifæri að styðja við útgáfuna með því að kaupa geisladisk, bol og annað skemmtilegt á söfnunarsíðu þeirra á Karolina Fund.  Við hér í tónlistarskólanum hvetjum alla til að skoða síðuna þeirra og aðstoða þá við að gefa út þessa plötu.