Hátíðartónleikar Tónlistarskólans

Miðvikudaginn 18. desember kl 17 munu nemendur Tónlistarskólans á Akureyri koma öllum í jólaskap á þessum ljúfu tónleikum. Tæplega tvöhundruð hljóðfæraleikarar og söngvarar á ýmsum aldri flytja jólalög undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar en hann útsetti einnig lögin.

Aðgangur ókeypis.