Hljómsveitin B:DS sendir frá sér lagið Black Winter.

Hljómsveitin B:DS er ný af nálinni, en í hljómsveitinni eru þrír nemendur tónlistarskólans:

Guðbjörn Hólm, eða Bubbi, er söngnemandi í Skapandi Tónlist,  Kristinn Darri Þorsteinsson er söngnemandi í klassískri söngdeild og Þorsteinn Gíslason, eða Steini, er nemandi í hljóðlist í Skapandi Tónlist.  

Þeir félagar sömdu og tóku upp ansi skemmtilegt lag, og létu ekki þar við sitja, heldur gerðu hressandi myndband við lagið líka.

Við kynnum með stolti:  Black Winter með B:DS