Hljómsveiting Gringlo á mannlegu nótunum

Hljómsveitin Gringlo sendi frá sér nýtt lag og myndband í síðustu viku. Lagið heitir Human en myndbandið við lagið er tekið upp á Akureyri og sýnir skemmtilega mynd af mannlífinu í bænum.

Hljómsveitina sjálfa skipa þeir Ivan Mendez (söngur,gítar), Guðbjörn Hólm (bassi, bakraddir), Guðjón Jónsson (píanó,hljómborð) og Arnar Scheving (trommur, slagverk).  Þeir þrír fyrstnefndu eru nemendur í Skapandi Tónlist hér við tónlistarskólann.

Sigfús Jónsson, nemandi í hljóðlist, sá um upptökur á laginu.

Lagið er það fyrsta af væntanlegri plötu Gringlo en hljómsveitin hefur verið dugleg að senda frá sér nýja og skemmtilega tónlist undanfarin misseri.

 

Lagið er einnig komið á helstu streymisveitur. Hér má hlusta á það á Spotify:

Lagið er líka komið á spilunarlista skapandi tónlistar