Fara í efni

iLo gefur út sitt fyrsta lag

iLo gefur út sitt fyrsta lag

Einar Óli er nemandi á þriðja ári í Skapandi Tónlist hér við Tónlistarskólann á Akureyri. Einar hefur nú sent frá sér sitt fyrsta lag af nokkrum sem eru væntanleg í vetur. Lögin eru gefin út undir listamannsnafninu iLo.
Fyrsta lagið heitir Playing With Fire, og er mikið lagt í lagið. iLo syngur og spilar á píanó. Kristján Edelstein pródúserar lagið með iLo og spilar á gítara og bassa. Andrea Gylfadóttir spilar á cello, og Emil Þorri Emilsson spilar á slagverk. Um bakraddir sjá Arna Rún Ómarsdóttir, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir og Rósa Björg Ómarsdóttir. Bakraddir voru teknar upp af Zöe Ruth Erwin. Um masteringu sá Haukur Pálmason.
Lagið er komið á allar hestu streymisveitur veraldarvefsins.
Hér má hlusta á lagið á Spotify:

Lagið er einnig komið á spilunarlista skapandi tónlistar